Entries by Atli

Iceland Airwaves 2012 appið – Ef þú ert að fara þá verður þú að hafa það!

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er íslenskt tónlistarhátíð sem er haldin árlega hvert haust í Reykjavík. Hátíðin hefst í næstu viku og dregur að sér þúsundir erlendra gesta. Hátíðinni er dreift á nokkra tónlistarstaði í miðbænum og er dagskráin mjög metnaðarfull. Nú annað árið í röð hefur Síminn og Airwaves gefið út app svo gestir hátíðarinnar geti […]

Samsung Galaxy Tab 2 10.1 umfjöllun

Samsung hefur gefið út nýjar útgáfur af Android spjaldtölvunum sínum Galaxy Tab 10.1 og Galaxy Tab 7. Simon fékk að skoða Galaxy Tab 2 10.1 með 3G nettengingu í sumar. Tölvurnar eru talsvert frábrugðanir í hönnun og fá mann til að hugsa hversu mikil áhrif lögsóknir Apple hafi haft áhrif á þær. Skoðum nú nánari […]

iPad mini væntanlegur 23. október

Apple hafa nær staðfest orðróminn um nýjan og minni iPad og sent út boð á fréttamannafund 23. október næstkomandi sem mun líklega kynna minni spjaldtölvu til leiks. Þessi nýja spjaldtölva á að vera með 7,85″ skjá og á að vera mun meðfærilegri. Hún mun keppa við Kindle Fire HD og Nexus 7 spjaldtölvurnar sem hafa […]

iPhone 5 könnun

Fyrir nokkrum vikum þá gerðum við óvísindalega og óformlega Facebook könnun og spurðum aðdáendur okkar þar hvernig þeim litist á  iPhone 5. Við reyndar flippuðum smá í hvernig við orðuðum spurningarnar  og útkoman er skemmtileg. Sjá má spurningarnar hér fyrir neðan í kökuritinu.   Næstum því helmingur þeirra sem svöruðu vilja halda sig við Android […]

Sony Vaio SVT13 umfjöllun – Falleg ultrabook

Sony Vaio fartölvur eru lítið þekktar hér á landi, enda komu þær seint á markað. Vaio tölvurnar eru almennt vel hannaðar fartölvur (og borðtölvur) og njóta nokkurra vinsælda á vestrænum mörkuðum. Nýherji sendi okkur nýlega Vaio SVT13 sem er  falleg, þunn og nett fartölva með 13″ skjá. Tölvan ætti því að henta vel fyrir heimili og […]

Áhugaverð ráðstefna á föstudaginn

Fíton, Kansas og fleiri fyrirtæki staðsett í Kaaberhúsinu við Sætún munu halda áhugaverða ráðstefnu næstkomandi föstudag eftir hádegi. Ráðstefnan heitir Krossmiðlun og fjallar um markaðssetningu í gegnum mismunandi miðla, t.d. í gegnum uppáhaldstækin okkar: snjallsíma og spjaldtölvur. Þar verða flottir erlendir fyrirlesarar og ber þá helst að nefna markaðsstjóra Google í Svíþjóð, Gustav Radell. Hann […]

Dell Inspiron 14z umfjöllun

Dell Inspiron 14z er ódýr og vel byggð ultrabook fartölva fyrir nám- og heimilisnotkun sem Simon fékk að skoða í nokkra daga. Tölvan sem við fengum kostar 180 þúsund krónur. Það eru til nokkrar útgáfur af sömu tölvunni og þessi verðlögð í miðjunni.  Ódýrasta týpan kemur ekki með SSD disk og sú dýrari býður upp […]

Hvaða síma á ég að fá mér?

Áttu enn þá vaxtabætur til að eyða og langar í nýjan síma? Þá erum við með góð ráð fyrir þig. Simon.is mælir með eftirfarandi símum fyrir þig eftir verðflokkum. Peningar skipta engu máli, ég er múraður/múruð! Fyrsta ráðið er: EKKI kaupa iPhone! Það er svo stutt í nýjan iPhone að það er bara rugl. Ef […]

Lenovo Thinkpad Edge E530

Kínverska fyrirtækið Lenovo er næststærsti framleiðandi einkatölva í heiminum, á eftir HP frá Bandaríkjunum. Lenovo á fyrrum vörumerki IBM: Thinkpad, sem var þekkt fyrir mikil gæði á sínum tíma. Lenovo framleiða fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, snjallsíma, netþjóna og margt annað tengt einkatölvum. Við fengum að láni bláa Thinkpad Edge 530 frá Nýherja til að skoða. Vélin […]

Ert þú Apple fan boy?

Hérna eru tvö skemmtileg myndbönd frá Scott Rose og Andrew Baird, sem taka saman skemmtilega hluti sem “Apple fan boys” missa út úr sér (á einnig við um stelpur). Scott Rose er fyrrum starfsmaður Apple til 6 ára og er grínisti í dag. Við hjá Simon þekkjum alveg nokkra hluti þarna frá okkar eigin Apple […]