Áhugaverð ráðstefna á föstudaginn

Fíton, Kansas og fleiri fyrirtæki staðsett í Kaaberhúsinu við Sætún munu halda áhugaverða ráðstefnu næstkomandi föstudag eftir hádegi. Ráðstefnan heitir Krossmiðlun og fjallar um markaðssetningu í gegnum mismunandi miðla, t.d. í gegnum uppáhaldstækin okkar: snjallsíma og spjaldtölvur.

Þar verða flottir erlendir fyrirlesarar og ber þá helst að nefna markaðsstjóra Google í Svíþjóð, Gustav Radell. Hann ætlar að fjalla um rafræna markaðssetningu, eða „Why all marketing is going digital“. Alexander Kahn frá Timgu verður svo einnig með áhugaverðan fyrirlestur um markaðssetningu á netinu, í gegnum samfélagsmiðla og í snjallsímum. Hér er hægt að sjá alla fyrirlesarana.

Simon er  spenntur fyrir þessari nálgun í markaðssetningu og við verðum því auðvitað á staðnum. Við munum tísta undir merkinu #krossmidlun á aðgangnum @simon_is.

Hægt er að sjá meira um ráðstefnuna á www.krossmidlun.is.