iPad mini væntanlegur 23. október

Apple hafa nær staðfest orðróminn um nýjan og minni iPad og sent út boð á fréttamannafund 23. október næstkomandi sem mun líklega kynna minni spjaldtölvu til leiks.

Þessi nýja spjaldtölva á að vera með 7,85″ skjá og á að vera mun meðfærilegri. Hún mun keppa við Kindle Fire HD og Nexus 7 spjaldtölvurnar sem hafa vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Núverandi iPad er með 9,7″ skjá og vegur 662 grömm, sem mörgum finnst full stórt og mikið.

Fundurinn er haldin aðeins nokkrum dögum fyrir útgáfu Microsoft á Windows 8 stýrikerfinu og rétt fyrir sölu á fyrstu spjaldtölvunni frá Microsoft. Það er einnig mikilvægt fyrir Apple að ná inn iPad mini fyrir jólagjafabrjálæðið.

Simon mun fylgjast vel með og halda ykkur upplýstum. Við erum mjög spennt fyrir minni iPad og mörgum okkar finnst núverandi iPad einmitt frekar þungur og stór.

 

Heimildir
The Verge