iPhone 5 könnun

Fyrir nokkrum vikum þá gerðum við óvísindalega og óformlega Facebook könnun og spurðum aðdáendur okkar þar hvernig þeim litist á  iPhone 5. Við reyndar flippuðum smá í hvernig við orðuðum spurningarnar  og útkoman er skemmtileg. Sjá má spurningarnar hér fyrir neðan í kökuritinu.

 

Næstum því helmingur þeirra sem svöruðu vilja halda sig við Android og 19,4% vilja kaupa hann. Rétt yfir 12% finnst hann ekkert spes og rétt undir 10% vilja halda sig við Windows Phone. Það myndi samt teljast nokkuð gott að vera með 20% markaðshlutdeild á Íslandi, sem er mögulega nálægt réttri hlutdeild.

Tveir aðilar sögðust ætla halda sig við Symbian (Nokia) og aðrir tveir sögðust hafa verið að safna sér fyrir iPhone 5. Okkur grunar reyndar að þau sem svöruðu því fyrra sé ekki alvara, enda hvorugt þeirra Symbain notendur í dag.

Hvað með ykkur hin? Ætlið þið að fá ykkur iPhone 5? Endilega setjið ykkar svar inn hér að neðan.