Riff appið – nauðsyn fyrir hátíðina

Þá er komið að árlegri kvikmyndaveislu í Reykavík en Reykjavík International Film Fest (RIFF) er að skella á. Hátíðin stendur yfir frá 27. september til 7. október um alla Reykjavík. Vettvangarnir og myndirnar eru það margar að erfitt  hefur verið að halda  almennilega utan um  hvaða myndir maður ætlar að sjá og hvenær, þar til núna.

Með appi ætlar RIFF í samstarfi við Símann að gera hátíðargestum auðveldara fyrir að finna heimili Friðriks Þórs sem og aðra vettvanga hátíðarinnar og hafa almennilega yfirsýn yfir þá viðburði sem verða í gangi samhliða hátíðinni.

Þegar appið opnast kemur upp skjár þar sem boðið er upp á að tengja sig inn með Facebook. Hægt er að sleppa því að skrá sig inn ef maður vill. Þegar komið er framhjá innskráningar-glugganum, kemur upp sú mynd sem hefur verið valin mynd dagsins.

7 valmöguleikar eru fyrir neðan mynd dagsins en það eru:

Myndir: Hér er hægt að skoða allar myndirnar á sýningunni. Myndirnar er hægt að flokka á þrjá vegu: A-Ö, Vinsælt og Flokkar. A-Ö er sýnir allar myndirnar í stafrófsröð. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hverja mynd, hvar hún er sýnd, hvenær hún er sýnd, lengd hennar, leikstjóri, tungumál, lýsing á myndinni. Einnig er hægt að skoða sýnishorn úr myndinni og deila  á facebook. Vinsælt gerir notendanum kleift að skoða vinsælustu myndir hátíðarinnar og svo er hægt að skoða myndirnar eftir því hvaða flokk þær eru í. Hægt er að búa til sína eigin dagskrá yfir þær myndir sem viðkomandi hefur áhuga á að sjá.

Viðburðir: Hér er hægt að skoða viðburði í kringum hátíðina, hvar, hvenær og hvað er að ske.

Dagskrá: Hér er hægt að skoða dagskrá hverns dags. Hvar og hvenær. Hér er einnig hægt  að skoða ítarlegar upplýsingar um hvern dag fyrir sig.

Mín Dagskrá: Hér er hægt að sjá lista yfir  þær myndir sem notandinn hefur valið að hann hafi áhuga á að sjá.

Bíóhús: Hér hægt að sjá kort af  Reykjavík þar sem hægt er að skoða hvar bíóhúsin eru staðsett á korti auk nákvæms heimilisfangs. Ef ýtt er á bíóhúsið er hægt  að fá upplýsingar um þá viðburði sem eiga sér stað þar.

Um RIFF: Hér er hægt að lesa ítarlegar upplýsingar um RIFF hátíðina.

Seinasti valmöguleikinn er hægt að skipta á milli þess  að hafa appið á Íslensku eða Ensku.

 

Þetta er mjög flott app hannað af Símanum. Ítarlegar upplýsingar um allt sem viðkemur hátíðinni, við mælum eindregið með að allir sem ætla á hátíðina  sækji sér þetta app og byrji að plana strax.

 

Fyrir Iphone.