Google Drive – Svar Google við Dropbox

Google Drive hefur verið verst geymda leyndarmál Sílikon dalsins síðustu árin en nú bendir allt til þess að það verði eitthvað meira en bara orðrómur. Reuters segir nefnilega frá því að Google muni kynna svar Google við Dropbox fljótlega, jafnvel í þessari viku.  Samkvæmt frétt Reuters þá fylgja 5GB frítt með Drive og fyrir þá sem eru tilbúnir að borga nokkra dollara þá verða pakkar í boði upp í 100GB. Við hjá Simon.is erum miklir aðdáendur Dropbox og fylgjumst því vel með þessu máli því ef það er eitthvað sem bætir góðar vörur þá er það aukin samkeppni.

 

Heimild:

 

 

Simon.is á fleiri miðlum