Leggja – nú fyrir Windows Phone
Leggja appið er ekki nýtt á markaðnum en núna er það loksins orðið aðgengilegt fyrir Windows Phone notendur. Hingað til höfum við þurft að gramsa eftir klinki og leita að greiðsluvél til þess eins að fá miða sem við setjum í framrúðuna á bílnum. En þessari mismunun er nú lokið!
Með því að nota Leggja appið þá leggur þú bara bílnum í stæði og notar appið í símanum til að borga. Besta er að þú þarft ekki stanslaust að fylgjast með klukkunni til að forðast að fá sekt. Þú einfaldlega greiðir bara fyrir þann tíma sem bíllinn er skráður í stæði því þú skráir þig einfaldlega úr stæðinu með appinu þegar í bílinn er komið.
Þú sækir appið og ferð síðan á heimasíðu Leggja til að útbúa notanda, skrá inn greiðslukort o.s.frv. ásamt því að velja um áskriftarleið. Nánari upplýsingar og verð eru að finna á heimasíðu leggja.is.
Sniðug lausn fyrir þá sem nenni ekki að burðast um með klinkið!
Hægt er að nálgast appið fyrir WP8 í Windows Store.