Næsti iPhone með stærri skjá? [Myndband]
Undanfarnar vikur og mánuði hefur heyrst sá orðrómur að næsti iPhone frá Apple muni skarta stærri skjá en fyrri útgáfur. Við hjá Simon.is spáðum því síðasta haust en skutum þar talsvert yfir markið. Þegar fyrsti iPhone síminn var settur á markað árið 2007 kom hann út með 3,5″ skjá og hefur haldið þeirri stærð í 5 ár. Erfitt er að rökstyðja afhvejru Apple ætti að stækka skjáinn því iPhone er jú vinsælasti sími í heimi. Miðað við orðrómin sem gengur núna þá mun næsti iPhone vera með 4″ skjá. Það er töluvert minna en flest flaggskip annarra snjallsímaframleiðenda á markaðnum sem bjóða upp á skjástærðir frá 4,3″ og alveg upp í 4,8″.
Stækkun á skjánum er hinsvegar mikil framkvæmd fyrir Apple því þeir munu ekki gefa út síma með sömu 960X640 upplausnini. Við það að stækka um hálfa tommu myndi hann ekki lengur flokkast sem Retina skjár út frá skilyrðum Apple.
Hinn möguleikinn er að stækka skjáinn og koma með nýja upplausn en það kallar á mikil vandræði fyrir hugbúnaðarframleiðendur því þá þurfa þeir að breyta öllum hugbúnaði fyrir nýju upplausnina. Þannig er besti valkostur Apple að einfaldlega lengja skjáinn. Hann yrði þá c.a. 1100-1200 punkta á lengd og 640 punkta á breidd. Þá passa öll núverandi forrit og fyrir ofan eða neðan þau kemur svo upplýsingagluggi. Með tímanum munu svo ný forrit fylla upp í allan skjáinn og nýta upplausnina. En eins og áður sagði þá er enginn pressa á Apple að stækka skjáinn og við hjá Simon.is teljum að það séu góðar líkur á að næsti iPhone verði einfaldlega með sama 3.5″ skjánum og fyrri útgáfur.
Heimild:
Wall Street Journal