Google kynnir ný Nexus tæki
Google hefur kynnt á sinn látlausa hátt þrjú ný nexus tæki: Nexus 6 síma, Nexus 9 spjaldtölvu og Nexus Player sem tengist við sjónvarp. Tækin fara í sölu í byrjun nóvember. Þetta eru fyrstu tækin með Android Lollipop (5.0) stýrikerfinu, sem er mjög stór uppfærsla og þá aðallega útlitslega.
Nexus 6 – 6 tommu phablet
Þetta er risastór sími með 6″ skjá og QHD skjáupplausn (2560 x 1440). Hann er framleiddur af Motorola, sem Google átti í smá stund um daginn (og Lenovo keypti). Hann er nokkuð líkur nýja Moto X símanum sem er nýkominn í sölu. Þessi sími er drekkhlaðinn eiginleikum. Glænýr örgjörvi (Snapdragon 805), fullt af vinnsluminni (3GB), 13MP myndavél (f/2.0) með tvítóna flassi og risastórri rafhlöðu (3220 mAh). Síminn ætti auðveldlega að endast í sólarhring með þannig rafhlöðu. Þetta er sími sem gefur ekkert eftir. Stærsti munurinn á honum og forveranum er samt verðið. Nexus 5 kostaði $349 (og verður áfram í sölu á því verði) en Nexus 6 mun kosta $649 ólæstur. Það er sama verð og ólæstur iPhone 6. Hægt er að fá símann með 32 eða 64GB geymsluplássi. Síminn verður líklega ekki í boði hér með beinni leið. Síðast þegar við vissum þá er enginn heildsali fyrir Motorola á Íslandi, og Google er auðvitað ekki að selja sjálft hér. Það er samt aldrei að vita nema að vinir okkar hjá eMobi taki inn einhver eintök.
Nexus 9 – Spjaldtölva frá HTC
Eftir margra mánaða orðróma þá er HTC Nexus spjaldtalvan opinber. HTC hefur aldrei tekist að selja spjaldtölvur í neinu magni. Þeir hrökkluðust út af markaðnum um daginn með HTC Flyer. Allt bendir þó til þess að Nexus 9 mui breyta þessu. Hér erum við með fallega spjaldtölvu sem er örþunn (7,4mm) og öflug (64 bita!) með níu tommu skjá í nýjum 4:3 hlutföllum og mikla skjáupplausn (2048 x 1536 skjáupplausn). Tölvan er einnig með kröftuga BoomSound hátalara, sem tryggja góð hljómgæði. Vélin er bæði léttari en iPad Air og ódýrari á $399 (á móti $499). Google kynnti einnig lyklaborða tösku sem festist við tölvuna með seglum.
Nexus Player
Nexus player er fyrsta Android TV tækið frá Google (það er til heill her af þessu). Það lítur út eins og hokkípökkur. Það er hægt að tengja það við fjarstýringu, lyklaborð og leikjastýripinna. Google ætlar líka að reyna fá þig til að tala meira við sjónvarpið þitt, eða nota Google Voice Search. Tækið er hræódýrt og kostar einungis 99$ í Bandaríkjunum. Þetta er nú ekki fyrsta skiptið sem þeir reyna á eitthvað svona, og kannski tekst þeim betur núna.
Android Lollipop
Android 5 eða Lollipop er stórt stökk fyrir stýrikerfið í útliti. Nexus 4, 5, 7 og 10 tækin fá öll uppfærsluna. Stærsta breytingin er material design, eða ný stefna í viðmóti nexus tækja. Það á að sameina útlit milli tækja eins og síma, spjaldtölva, forrita og annarra tækja (eins og player). Svo er alveg fullt undir húddinu sem er nýtt. Við munum fjalla nánar um Lollipop þegar við fáum það í hendurnar. Hér fyrir neðan má sjá mynband af material design.
Trackbacks & Pingbacks
[…] útgáfan færi í 4.5 eða 5.0. Google nýtti sér þessa athygli í þaula og daginn áður en Nexus tækin og næsta Android útgáfan var tilkynnt setti forsvarmaður Android Sundar Pichai inn myndband á YouTube þar sem hinn ýmsu nömm sækja […]
Comments are closed.