iPhone 5 – Á hann heima í hulstri?

iPhone 5 er að margra mati einn fallegasti snjallsíminn á markaðnum í dag. Það verður eflaust til þess að einhverjir láta verða af því að kaupa hann fyrir hátíðirnar sem gjöf til síns eða annara.

Eins og kom fram í ítarlegri grein um iPhone 5 hér á Símon er hönnun á símanum með öðru sniði í þetta skiptið. Helstu breytingarnar eru að finna á bakhlið símans og búið er að skipta út glerinu fyrir ál.

Þegar útlið gæti verið eitt af ástæðum fyrir kaupum á iPhone 5 og bakhliðin sem nýtur sín vel getur verið erfitt að hugsa sér að vilja setja símann í hulstur.

Vegna þess hve fallegur hann er þá getur það hindrað notandann í að nota hulstur fyrir símann.

Hér að neðan koma nokkrar myndir af samanburði af tveimur iPhone 5 sem eru tveggja mánaða gamlir. Annar hefur fengið að vera í hulstri frá degi 1 en hinn hefur verið ber. Sá fyrri lítur út eins og hann sé nýkominn úr kassanum en hinn síminn er aðeins persónulegri í útliti.

Vangavelturnar eru því hvort nokkrar rispur skipti máli eða að þegar þú kaupir svona dýran síma þá viltu vera með hann í hulstri.

Hér er mynd af iPhone 5 sem hefur fengið að vera í hulstri frá degi eitt.

Hér sést samanburður á iPhone 5. Hafa verið í notkun í 2 mánuði, annar hefur verið í hulstri frá degi eitt en hinn hefur fengið að njóta sín.

 

Byrjað að sjást á málingunni á öllum hornunum símans.

Síminn hefur fengið örlítið högg á sig.

 

Heimild: Gizmodo