Skjáskot: Árni Sigfússon

Þegar við heyrðum að Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefði verið gagnrýndur fyrir að fá sér iPhone, þá vorum við ekki sammála. Snjallsímar eru mikilvæg tól í dag sem styðja við ýmsa vinnu og þá sérstaklega skrifstofustörf. Snjallsímar hjálpuðu mér persónulega þegar ég var í námi samhliða vinnu. Þeir gera mér kleift að svara stuttum spurningum á ferðinni og halda mér upplýstum um stöðu verkefna. Við fengum því Árna í skjáskotið hjá okkur og hann brást snögglega við og sendi okkur svör samdægurs.

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Mæli göturnar!

Hvernig síma ertu með?
iPhone 4

Hvað elskar þú við símann þinn?
Tölvupóst, góða myndavél, Face time, Skype, Safari og hentug öpp.

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Of lítill skjár og leturborð – miðað við sjón og fingrastærð!

Skjáskot frá Árna

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Bump – (Fljótasta leiðin til að skiptast á skoðunum!) Stumble(hvílir mann með einhverju óvæntu helst um tækni eða græna orku) Ted (Snilldar fyrirlestrar að eigin vali)

Þrír uppáhalds leikir og af hverju?
Leikjalaus sími – búinn að eyða þeim – lífið er leikur!

Hver er draumasíminn þinn?
Stærri skjár á iPhone!= iPhone 5 eða Samsung Galaxy?

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Finna bragð og lykt ! – en jafn mikilvægt að geta slökkt á þessu þegar vill!

Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Barack Obama … en hann hefur aldrei svarað- kannski er númerið skakkt!