Apple gefur út iOS 7.1 fyrir iPhone og iPad

Apple hefur gefið út fyrstu stóru uppfærsluna á iOS7 stýrikerfinu í iPhone og iPad (og ekki má gleyma iPod Touch) með iOS 7.1. Með uppfærslunni koma smávægilegar útlitsbreytingar, til dæmis hnappurinn til að hringja orðinn hringlaga, stuðningur við Siri hefur verið aukinn og dagatalinu breytt örlítið. Einnig er nú kominn stuðningur við CarPlay sem Apple tilkynnti nýlega.

Þetta eru engar stórar breytingar í sjálfu sér og eru breytingarnar mis miklar eftir því hvaða iPhone er um að ræða. Það er sérstaklega tekið fram að þeir sem eru með iPhone 4 eiga að verða sérstaklega ánægðir með hraðari og betri síma frá því sem var í iOS7. Þá er búið að bæta fingraskannann í iPhone 5S. Auk þess búið að laga ýmsa “bögga” eins og þegar símar áttu það til að frjósa á heimaskjánum og varð til þess að tækið endurræsti sig.

Í þessu myndbandi er hægt að sjá allar helstu breytingarnar á stýrikerfinu.

[youtube id=”hdpy1BwJEDg” width=”600″ height=”350″]

Til að uppfæra símann veljið Settings – General – Software Update – Download and install. Uppfærslan tekur nokkrar mínútur og er síminn óvirkur á meðan. Sem fyrr mælum við með því að tengja símann við tölvu og taka afrit í iTunes áður en þið uppfærið. Þess á ekki að þurfa en það virðast alltaf einhverjir lenda í veseni og glata gögnum við uppfærslur sem þessar.
Við mælum ekki með uppfærslunni fyrir þá sem vilja jailbreak’a símann eða hafa þegar gert það.

Forsíðumyndin er fengin frá Redmondpie.com