Nýtt Youtube app fyrir iPhone

Eftir að iOS 6 fór í beta-prufu var ljóst að sérstakt Youtube app yrði ekki hluti af nýju uppfærslunni. Þetta eru alls ekki svo slæmar fréttir, því Google eigandi Youtube hefur nú sett á markaðinn eigið app sem er mun betra en gamla takmarkaða Youtube appið sem hefur fylgt síðustu stýrikerfum.

Ég er ekki búinn að prufa appið almennilega en við fyrstu sýn virkar það nokkuð hraðvirkt og nett.

 

Hér má ná í appið í App Store.