NBA Rush kominn út á iOS

Í dag kom leikurinn NBA Rush út á iOS. Leikurinn er hlaupaleikur í anda Jetpack Joyride og Temple Run. Fyrirkomulagið er svipað og gengur leikurinn út á að forðast skot geimvera sem ætla sér að taka yfir jörðina. Á milli skotanna er hægt að framkvæma endalaust af troðslum í smettið á geimverunum. Hægt er að velja um helstu stjörnur NBA og eftir því sem leiknum miðar áfram þá aflæsir maður nýjar troðslur og NBA leikmenn og þeir sem hafa peninga til að brenna geta keypt sér styttri leið að þessum viðbótum. NBA Rush er fáanlegur í iOS Appstore  og er “free to play”. Leikurinn er í boði fyrir iPhone 4 og upp úr, iPad 2 og upp úr, iPad Mini og upp úr og 5. útgáfu af iPod Touch.

Heimild: Polygon