Lenovo Yoga 11 örumfjöllun

Yoga 11 er minni útgáfa af Yoga 13 frá kínverska einkatölvurisanum Lenovo. Ein helsta gagnrýni okkar við Yoga 13 var að hún er of þung (og stór) til að vera góð spjaldtölva. Hvernig svarar Lenovo því? Jú, hannar minni útgáfu. Yoga 11 er með 11″ skjá eins og nafnið gefur til kynna og mun meðfærilegri. Eins og áður þá snýst skjárinn næstum 360° gráður á hjörunum, þannig að hægt sé að leggja skjáinn alveg upp að rassinum. Við það slökknar á lyklaborðinu og hægt er að leggja tölvuna í kjöltuna og nota hana eins og spjaldtölvu. Yoga 11 er reyndar aðeins léttari og nettari og er því hægt að halda á henni.

Hvað er í boði

Yoga 11 kemur í tveimur útgáfum á Íslandi, annað hvort með Intel i3 örgjörva með 4GB vinnsluminni eða Intel i5 örgjörva og 8GB vinnsluminni. Báðar útgáfur eru með hröðum 128GB SSD disk sem þolir mikið hnjask. Þetta er glansandi  11,6″ IPS LED skjár með 1366 x 768 upplausn. Skjárinn er skarpur miðað við stærð, en er aðeins of glansandi fyrir minn smekk. Litirnir vega þó glansið upp og eru bjartir og skemmtilegir. Á tölvunni eru tvö USB tengi, mini jack-tengi, HMDI tengi og minniskortalesari. Þetta er ágætis innvols miðað við stærð og verð, en þetta er enginn vinnuhestur. Tölvan er 100 grömmum léttari en með sömu þykkt. Hún er þó mun smærri og meðfærilegri en stóri bróðir, sem hentar vel í spjaldtölvunotkun.

Ideapad Yoga 13'_Clementine Orange_Hero_08

Tölvan vann vel þrátt fyrir ódýrara innvols, ég fann ekki fyrir neinu hökti við venjulega vinnslu. Lyklaborðið er mjög þægilegt, en snertimúsin gæti verið betri. Það er reyndar hægt að eyða smá tíma í að reyna að fínstilla hanna til, og þá er hún mun betri. Hleðslan endist í yfir fimm tíma, sem er ágætt en kemur illa út í samanburði við margar ultrabook fartölvur. Ég hefði viljað sjá Lenovo bæta endinguna, sérstaklega þar sem maður gerir miklar kröfur almennt til spjaldtölvna. Yfir fimm tímar er samt mjög ásættanlegt. Windows 8 er þróaðasta far- og borðtölvustýrikerfið í dag. iOS og Android eru hinsvegar mun lengra komin í stýrikerfum fyrir spjaldtölvur. Það sést á fjölda og gæða appa, rafmagnsstýringu og viðmóti. Þetta er samt allt að koma.

Niðurstaða

Þetta er eiginlega sama tölvan og Yoga 13, nema hún er minni, meðfærilegri, ódýrari og með minni skjá. Þessi útfærsla á farspjaldtölvu heillar mig mest í notkun og virkar. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja mjög litla tölvu til að ferðast með milli staða. Hún ætti að sinna flestum þörfum námsmanna, og heimilisnotenda.

Kostir

  • Fartölva og spjaldtölva
  • Nothæf hönnun
  • Flott verð

Gallar

  • Windows 8 er ekki besta spjaldtölvustýrikerfi
  • Rafhlöðuending ekki nógu góð
  • Slöpp snertimús

 Simon gefur Lenovo Yoga 11 fjórar stjörnur af fimm. 

 

 

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] á umfjöllun okkar um Yoga 11 og […]

  2. […] Lesa umfjöllun Simon.is um Yoga 11 […]

Comments are closed.