Microsoft kaupir Sunrise á 100 milljónir dollara

Microsoft kemur ferskt inn á nýju ári. Í desember síðastliðinn var tilkynnt að Microsoft hafi keypt tölvupóst appið Acompli og sem var svo endurmarkað sem Outlook í þessum mánuði. TechCrunch greindi svo frá því í síðustu viku að Microsoft væri í viðræðum við Sunrise um að kaupa fyrirtækið fyrir 100 milljónir dollara.

Sjá einnig: Betra Outlook Fyrir Snjallsíma

Sunrise er eitt besta dagatals appið fyrir iPhone og Android og þess vegna kemur ekki á óvart að Microsoft vilji kaupa það. Sunrise hefur ekki staðfest þessar fréttir en það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum og þá í framhaldinu hvað Microsoft mun gera við Sunrise. Hvort sem það verði hluti af Outlook eða nýrri vöru á vegum Microsoft þá eru þetta líklega skynsamleg kaup.


Sunrise [Mac App Store]
Sunrise [App Store]
Sunrise [Google Play]

Heimild:
TechCrunch