Ekki tapa myndunum af Windows símanum þínum
Það eru margir sem nota snjallsímann til að taka tækifærismyndir í stað lítillar myndavélar. Kostirnir við þetta eru augljósir en það getur verið skelfilegt að týna símanum sínum og glata þá fjölda mynda. Það er þó mjög auðvelt að komast hjá þessu á með því að afrita þær sjálfkrafa inn á lokuð vefsvæði.
Fyrr í dag fjölluðum við um hvernig þessi afritun fer fram í Android og iOS stýrikerfinu en hér sést hvernig þetta er gert í Windows Phone.
Það er hægt að gera þetta á marga vegu í Windows Phone með auka forritum en hér verða tvær leiðir kynntar, í gegnum SkyDrive (innbyggð lausn) og síðan með DropBox sem svo margir þekkja.
SkyDrive
SkyDrive er sú leið sem við mælum helst með og eru kostir SkyDrive nokkuð augljósir ef þessi samanburður er skoðaður. Allir SkyDrive notendur fá ókeypis aðgang með 7Gb plássi sem einfalt er að stækka.
Kostirnir við SkyDrive á Windows Phone eru helstir að þetta forrit fylgir með stýrikerfinu og er öll afritunarvirkni innbyggð í kerfið. Þegar afritun er virk þá getur þú skoðað myndirnar í símanum, með SkyDrive forriti í tölvu (PC, Apple) eða á skydrive.com.
Sjálfskrafa tekur SkyDrive afrit af myndunum og þarf eigandinn í raun og veru ekkert að hugsa um afritun á myndum en það eru þó nokkrar stillingar sem gott er að huga að.
Ef farið er í Settings og Backup þá sést hvað er verið að afrita af símanum. Ef síminn er ekki tengdur við WiFi þá tekur SkyDrive afrit yfir 3G en erfitt er að mæla með því útaf mögulegum kostnaði.
Ef smellt er á Photos þá sést hvernig afritun á myndum er hagað þegar síminn kemur nýr. Einfalt er að stilla á að síminn afriti ljósmyndir í fullum gæðum (yfir WiFi) ásamt því að taka afrit af myndböndum (yfir WiFi). Símon mælir með því að afritun fari fram yfir WiFi til að spara kostað notenda.
Mjög auðvelt að deila myndum af SkyDrive með fjölskyldu, vinum eða á samfélagsmiðla.
Hægt er að sækja aukalega SkyDrive forrit á símann en þar er hægt að sýsla með myndir (sem og önnur gögn) beint af símanum
Sækja SkyDrive
Dropbox
Margir eiga Dropbox aðgang og en hægt að fá ókeypis aðgang með 2 GB plássi sem einfalt er að stækka. Þar sem það er ekki komið official Dropbox forrit þá er hægt að nota “BoxFiles for Dropbox” sem er ókeypis. BoxFiles appið er hægt að stilla á sjálfvirka upphleðslu mynda yfir þráðlaust net (WiFi) eða yfir 3G. Með því að nota WiFi stillingu þá afritar síminn allar nýjar myndir yfir á Dropbox í hvert skipti sem síminn tengst WiFi. Það er svo hægt að nálgast allar myndirnar í gegnum appið, forrit í tölvu eða á dropbox.com. Símon mælir með að BoxFiles sé stillt á upphleðslu yfir WiFi til að spara kostanað notenda.
Til þess að virkja sjálfvirka afritun þá þarf að fara í Settings > Automatic photo upload og svo mælum við með því að velja Wi-Fi only í Upload Using.
Sækja BoxFiles
Trackbacks & Pingbacks
[…] Hér fjöllum við um hvernig hægt er að afrita myndir í Android og iOS símum en einnig eru til leiðbeiningar fyrir Windows Phone. […]
Comments are closed.