Jólagjafalisti Nýherja í boði Simon.is
Hóhóhó, Simon.is kynnir jólagjafalista Nýherja. Öll tækin hafa verið vandlega prófuð af okkur nördunum hjá Simon.is. Athugið þó að þetta er ekki árlegur jólagjafalisti Simon.is, sem er væntanlegur innan skamms!
[youtube id=”m_XSG8J93Sc” width=”600″ height=”350″]
Lenovo Yoga 11
Yoga 11 er ótrúlega skemmtileg fartölva, sem er líka spjaldtölva, ef maður snýr henni við. En hún er ekki bara farspjaldtölva, hún er einnig hágæða myndarammi, hattur eða sem spegill til að spegla sig í á morgnana. Yoga 11 er svo sannarlega fjölhæf tölva og sérstaklega handhæg enda lítil og nett.
Lesa umfjöllun Simon.is um Yoga 11
Sony Xperia Z1
Snjallsímar hafa verið mjög vinsælar jólagjafir síðustu árin. Sony Xperia Z1 er vatns- og rykheldur snjallsími sem hentar íslenskri veðráttu sérstaklega vel. Þetta er glæsilegur sími smíðaður úr áli, með 20 megadíla myndavél og 5” Bravia skjá. Síminn fékk flotta einkunn hjá okkur og vorum við sérstaklega hrifnir af myndavélinni.
Lesa umfjöllun Simon.is um Sony Xperia Z1
Plantronics Backbeats Go 2
Backbeats Go 2 eru vatnsvarin þráðlaus heyrnatól með innbyggðum hljóðnema. Þau eru fáranlega nett og haldast vel inn í eyrunum. Þau eru með allt að 5 tíma hleðslu og geta verið í biðstöðu í allt að sex mánuði. Hleðslan fjarar mjög hægt út. Þau henta sérstaklega vel fyrir þá sem eru á ferðinni og eru mjög góð við til dæmis skokk, hjólreiðar og útivist. Með heyrnatólunum fylgir hleðslubudda sem gefur heyrntatólunum tvöfalda hleðslu og virka sem budda fyrir tólin sjálf.
Lesa umfjöllun Simon.is um Backbeats Go 2
Bose Soundlink mini
Bose Soundlink Mini eru litlir ferðahátalar sem tengjast með Bluetooth eða týpísku mini Jack tengi. Þeir bjóða upp á frábær hljómgæði og ótrúlegt en satt: fínan bassa. Soundlink mini kemur með hleðsludokku og er með allt að 7 tíma hleðslu. Þetta er frábær arftaki ferðaútvarps og flottur í ferðlög.