Jólagjafalisti Simon.is 2014
Jólin nálgast og stressið sem fylgir því að kaupa jólagjafir. Við settumst því niður og settum saman lista yfir tól og tæki sem græjunördar eru líklegir til að vilja í jólapakkann. Listinn var til umfjöllunar í Tæknivarpi Kjarnans þessa vikuna.
Undir 10.000 kr.
Chromecast – 7.990 kr.
Lítil græja á stærð við USB kubb sem þú stingur beint í HDMI raufina á sjónvarpinu. Með Chromecast geturðu speglað efni af snjallsímanum eða fartölvunni á sjónvarpið þitt ásamt því að nota öpp eins og YouTube, Netflix, HBO Go, Hulu Plus og fleiri.
iCess iCar – 9.990 kr.
Fjarstýrður bíll sem þú stýrir með snjallsímanum. Virkar bæði með iOS og Android.
10.000-25.000 kr.
Apple TV og hér– 16.990 kr.
Lítið box sem tengist við sjónvarpið með HDMI tengi og speglar efni af iPhone, iPad, iPod eða Mac tölvum á sjónvarpið. Eins og Chromecast kemur Apple TV uppsett með öppum eins og Netflix, Hulu Plus og YouTube appi sem var nýlega uppfært.
Pebble Snjallúr – 19.900 kr.
Árið 2014 átti að vera ár snjallúranna. Flest þeirra eru af fyrstu kynslóð og því ekki komin mikil reynsla á þau meðal neytenda. Eitt besta úrið á markaðnum er Pebble sem virkar með bæði iPhone og Android snjallsímum.
Airport Express og hér – 21.990 kr.
Sniðug græja sem þú getur notað sem router við ljósleiðarabox Gagnaveitunnar tengst með þráðlausu neti (wifi). Það er líka mini-jack tengi á Airport Express sem þú getur tengt við nánast hvaða hátalara sem er og spilað tónlist þráðlaust í þá úr öðrum Apple vörum.
25.000-50.000 kr.
Nintendo 3DS XL – 44.900 kr.
Frábært fyrir þá sem vilja grípa í leiki á ferðinni eða bara uppi í sófa. Nintendo 3DS XL skartar skjá sem sýnir tölvuleiki í þrívídd án þess að nota sérstök gleraugu til þess.
Sonos Play 1 hátalari – 39.992 kr.
Er eitthvað betra en að streyma tónlist þráðlaust úr símanum þínum í hátalara? Sonos Play 1 gerir það og styður allar helstu tónlistarþjónustur eins og Spotify, Rdio, Deezer, Pandora og fleiri. Ef þú átt Sonos græjur fyrir þá eru góðar líkur á að þessi tengist þeim auðveldlega.
Harman Kardon Nova – 47.992 kr.
Viltu tvo hátalara frekar en einn? Þá eru þessir ódýrir, fallegir og með góðan hljóm. Hægt er að tengjast þeim með bluetooth auðveldlega, eða jack eða optical.
50.000-100.000 kr.
Nexus 5 – 59.990 kr.
Gamli góði Nexus 5 stendur ennþá fyrir sínu. Frábær sími í alla staði og með Lollipop uppfærslunni verður hann ferskur aftur.
Bose Quiet Comfort 3 – 69.990 kr.
Fyrir þá sem vinna í opnu vinnuumhverfi eða ferðast mikið þá er Bose quiet Comfort frábær græja. Með einum takka slekkur þú á umhverfishljóðum og getur notið tónlistarinnar. Frábær hljómgæði og þess virði þrátt fyrir hátt verð.
Play Station 4 – 76.000 kr.
Fjórða kynslóð af play Station er komin. Gríðarlega öflug og keyrir alla nýjustu leikina. Fátt betra en að eyða jólunum með því að hrella borgarana í GTA V.
Moto X 2014 – 99.990 kr.
Moto X (2014) er frábær og fullbúinn Android sími frá Motorola, sem nú í eigu Lenovo (áður Google). Síminn er það næsta sem kemst því að vera með hreint Android viðmót, sem við hjá Símon líkar einstaklega vel við. Hann er hraður, með 13 megadíla myndavél, 5,2″ OLED skjá og vatnsheldur.
100.000-200.000 kr.
iPhone 6 og iPhone 6 plus – frá 119.990 kr.
iPhone 6 er gullfallegur, leifturhraður, þægilegur snjallsími með eina bestu myndavélin sem þú getur fengið í dag á snjallsíma. Hann er líka með mest og best af öppum eða leikjum. Þetta eru önnur jólin eftir að íslensku fjarskiptafélögin fengu að kaupa beint af Apple, og síðustu jól seldist iPhone 5S í gámförmum. Það mun gerast aftur, og nú mögulega bætast við nýir eða fyrri kaupendur þar sem síminn kemur einnig í stærri útgáfu. Nú munu þeir sem flúðu þessa rækju sem iPhone var fyrir stækkun koma aftur að borði. Það verða iPhone jól.. út um allan heim.
JBL Authentics – 135.992 kr.
Fallegir hátalarar í gömlum stíl en með nýjum tengimöguleikum. JBL Authentics L16 bjóða upp á WiFi eða Bluetooth tengingu, og dokku fyrir símann með tveimur USB tengjum sem hægt er að nota til að hlaða símann. Hátalarinn er úr viði og er með gamla góða frauðið til að fela keilurnar. Og svo er hljóðið undursamlegt.
Galaxy Note 4 – 134.990 kr.
Ef þú vilt síma með stórum skjá (e. phablet) þá er einn rökréttur valkostur: Galaxy Note 4. Samsung eru búnir að fínpússa Note símana í fjögur ár með góðum árangri. Síminn er algjör vinnuhestur, frábær skjár, myndavél og fer vel í hendi.
Apple Macbook Air 13″ og hér – 184.990 kr.
Ekki ódýrasta fartölvan á markaðnum en þó ekki mikið dýrari en tövur með sama innvols. Frábær pakki þar sem allt fer saman: Lítil og létt, öflug og frábær rafhlöðuending sem á sér fáa jafningja (13+ klst.).
Yfir 200.000 kr.
Apple Macbook Pro Retina 15″ og hér – 369.990 kr.
Stóra retina fartölvan frá Apple er ekki bara gullfalleg, heldur einnig mjög öflug. Frábær pakki á furðu samkeppnishæfu verði.
Lenovo Yoga Pro 3 – 269.900 kr.
Besti valkosturinn fyrir þá sem vilja Windows 8.1 snertiskjátölvu. Virkar vel sem hefðbundin fartölva, spjaldtölva eða standandi í “A”.
Tesla Model S – 10.790.000 kr.
Rafmagnsbílar eru framtíðin og einn af fáum rafmagnsbílum sem lítur vel út (og rúmlega það) er Tesla Model S. Frábær bíll sem kitilar græjuhjartað. Eina vandamálið er að velja rétta litinn.