Forrit sem njósnar um þig í svefni

Sleep as Android er alhliða Android forrit fyrir svefninn. Það noter hreyfinema (e. accelerometer), sem eru innbyggðir í snjallsímum, til að mæla hreyfingar í svefni. Svo forritið geti mælt hreyfingarnar þarf síminn að liggja á dýnunni í rúminu. Þegar þú vaknar geturðu skoðað á línuriti hvernig svefninn var. Á Y-skalanum er djúpsvefn (deep sleep) neðst og efst er draumsvefn (light sleep). Á X-skalanum er svefntíminn. Því meiri sem hreyfingin er því hærra sveiflast línan upp. Í eðlilegum svefni ættu hreyfingarnar að vera mestar á fyrstu 90 mínútunum, þar til maður nær djúpsvefni. Forritið býður upp á að deila þessum upplýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook. Ég sé ekki beint ástæðu til þess, en það er bara mín skoðun.

 

Fyrir þá sem tala mikið upp úr svefni þá er valmöguleiki á að taka upp hljóð ef hávaði fer yfir fyrirfram ákveðin mörk. Þetta finnst mér vera skemmtilegasti kostur forritsins þar sem ég tala mikið upp úr svefni og hef ég skemmt mér konunglega við að hlusta á allt það bull sem vellur upp úr mér á milli hrota.

 

Forritið býður einnig upp helling af öðrum fítusum. T.d.

  • Vekjaraklukku með ýmsum valmöguleikum
  • Yfirlit yfir hvað þú sefur lengi
  • Lágmarks tíma af djúpsvefni fyrir vakningu
  • Fá áminningu hvenær tími er til kominn að fara að sofa
  • Gátur til þess að athuga hvort maður sé vakandi þegar reynt er að slökkva á vekjarklukkunni
  • Gefa svefni einkunn

 

Forritið er frítt til reynslu í tvær vikur eftir það þarf að kaupa aflæsingu fyrir fulla virkni á það fyrir 0,99 pund. Að mínu mati er þetta forrit glæsilegt að öllu leyti og mest notaða vekjaraklukkan mín í dag. .

 

Android Market

Android Market

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Simon.is á fleiri miðlum