Jólagjafalisti Simon

Hó hó hó, gleðileg jól! Hér er að finna jólagjafalista Simon.is. Við skiptum honum upp í dýrari snjallsíma, aðeins ódýrari snjallsíma og svo bestu spjaldtölvurnar. Þetta eru skoðanir okkar í hópnum eftir innri umræðu, sem og stutta netkosningu á Facebook. Samsung Galaxy S3 fékk reyndar að fjúka fyrir Galaxy Note 2, sem okkur finnst mun meira spennandi Galaxy sími.

Snjallsímar í dýrari kantinum

Apple iPhone 5

iPhone 5 er vinsælasti sími heims og selst í milljónum eintaka. Hann gerir allt sem þú vilt og talar við þig ef þér leiðist. Fallegur, góð myndavél, fín hleðsla, geðveikur skjár en rándýr. Hann fékk okkar hæstu einkunn á sínum tíma. Síminn er til í karlmennlegum svörtum og kvenlegum hvítum. Þitt er valið.

 

LG Nexus 4

Hreinræktaður Android snjallsími sem er sá hraðasti í dag. Síminn kemur klæddur bak og fyrir í Gorilla Glass hertu gleri og glansandi bakhlið. Hann styður þráðlausa hleðslu og mun bjóða upp á uppfærslur frá Google strax og þær koma. Hann er þar að auki mun ódýrari en samkeppnisaðilar sínir.

 

Samsung Galaxy Note 2

Stór, stærri… stærstur. Note 2 er risastór, en það virkar. Skjárinn er gullfallegur 5,5″ háskerpuskjár með sterkum litum. Aragrúi af flottum fídusum í stýrikerfinu gera símann að þeirri snilld sem hann casino jameshallison er. Síminn býður upp á auka pláss í gegnum SD kort sem að hinir í þessum flokki gera ekki.

 

Nokia Lumia 920

Geðveik myndavél, þráðlaus hleðsla, frábær skjár og brakandi fersk útgáfa af Windows Phone. Síminn er með fljótandi linsu sem gerir þér kleift að taka myndir í miklu myrki og hristiver myndbandsupptöku. Er Nokia loksins búið að búa til samkeppnishæfan snjallsíma?

 

Aðeins ódýrari snjallsímar

LG Optimus L9

Optimus L9 er með 4,7″ skjá með flottri upplausn (qHD) og góðu innvolsi á rugl verði. Hann er með tvíkjarna örgjörva og 1GB í vinnsluminni. Hann keyrir því öll öpp eins og vindurinn. Aðrir símar í sama verðflokki blikna í samanburði og við hikum ekki við að mæla með honum. Síminn er sérstaklega aðlaðandi í hvítum lit.

Samsung Galaxy Ace 2

Þessi sími kom okkur skemmtilega á óvart. Hann er lítill og nettur á góðu verði, en svínvirkar. Síminn kemur með flottum 3,7″  skjá sem er bjartur og litríkur. Síminn hentar vel fyrir snjallsímabyrjendur og litla fólkið.

 

Samsung Galaxy S2

Galaxy S2 lifir enn góðu lífi og var auðvitað sími ársins hjá Simon 2011. Hann er enn að fá uppfærslur og er á fínu verði hjá nokkrum söluaðilum. Það er einnig mjög sniðugt að kaupa S2 notaðan ef hann er vel farinn.

 

Bestu spjaldtölvurnar

iPad mini 16GB

iPad mini er skemmtileg og nothæf spjaldtölva. Hún fer mun betur í hendi en stóri bróðir sinn og það er auðvelt að ferðast með hana. Ofan á það þá er hún á mjög góðu verði, sem er sjaldan sagt um vörur frá Apple.. Mini fær einnig glimrandi dóma frá Simon.

 

Google nexus 7 32GB

Við elskum nexus 7. Þú getur fengið 32GB nexus 7 á sama verði og iPad mini 16GB. Hún er þægilegri í hendi en iPad mini, með hærri upplausn, betri örgjörva en aðeins minni skjá. Þetta er besta Android spjaldtölvan í boði og á fínu verði hér heima (www.tl.is).

 

iPad retina 16GB

Þróaðasta spjaldtölvan á markaðinum. Flottasti skjárinn, hraðasta spjaldtölvan, flest öpp og mest af aukabúnaði í boði (já, það skiptir máli). Frábær í að lesa með, passa börn og spila leiki.