Entries by Atli

Lenovo Yoga 11 örumfjöllun

Yoga 11 er minni útgáfa af Yoga 13 frá kínverska einkatölvurisanum Lenovo. Ein helsta gagnrýni okkar við Yoga 13 var að hún er of þung (og stór) til að vera góð spjaldtölva. Hvernig svarar Lenovo því? Jú, hannar minni útgáfu. Yoga 11 er með 11″ skjá eins og nafnið gefur til kynna og mun meðfærilegri. […]

Bose Soundlink Mini umfjöllun

Soundlink Mini er öflugur ferðahátalari frá bandarísku hljóðgræjumeisturunum Bose. Þetta er 670 gramma hátalari með fallegu gráu grilli á sitthvorri hliðinni vafin inn í stílhreina álumgjörð. Með hverju tæki fylgir hulstur í ákveðnum lit til að verja þetta fallega ál frá hnjaski sem hann gæti orðið fyrir á ferðinni. Hönnunin minnir aðeins á ákveðið fyrirtæki […]

Skjáskot: Jón Heiðar hjá Advania

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu? Jón Heiðar Þorsteinsson heiti ég. Ég starfa sem markaðssérfræðingur hjá Advania, ég rek lítið ferðablogg með vini mínum Sigurði Fjalari sem heitir Stuck in Iceland og æfi í Boot Camp þrisvar í viku. Þess fyrir utan er ég óvenju vel giftur fjölskyldufaðir og kattareigandi í Smáíbúðahverfinu. Um daginn fundu vinnufélagar […]

Backbeat Go2 heyrnatól fyrir fólk á ferðinni

Plantronics er kannski ekki vel þekkt utan fyrirtækjamarkaðar en það virðist vera hasla sér völl á einstaklingsmarkaði. Plantronics hafa helst verið þekktir fyrir að framleiða heyrnatól fyrir borðsíma fyrirtækja. Hér erum við að skoða þrælsniðug heyrnatól sem eru sniðin fyrir fólk á hreyfingu. Back Beats Go 2 eru þráðlaus bluetooth heyrnatól sem fara inn í […]

iPhone 5C – Ódýrari iPhone?

Apple kom ekki mörgum á óvart þegar þeir kynntu til leiks tvo nýja iPhone í september. Það var eiginlega öllu búið að leka út áður en iPhone 5C og 5S voru tilkynntir. iPhone 5C er nánast alveg eins og iPhone 5 nema nú í plastskel í fimm mismunandi litum. Þetta fylgir hefðbundinni vöruþróun Apple sem […]

Sony Xperia Z1 – Vatnsheldur og hraður

Sony gaf út í byrjun þessa árs símann Xperia Z, sem er öflugur Android sími sem er vatns- og rykheldur. Síminn var nú nýlega uppfærður í Z1 sem er með aðeins betri skjá, hraðari örgjörva og mun betri myndavél. Símon fékk að prófa símann í nokkra daga og hér okkar umfjöllun. Skjárinn Skjárinn er aðeins bættur, […]

Star Command – Vertu Picard á spjaldtölvunni

Star Command er herkænsku leikur sem er nýlega kominn út á Android og var nýlega boðinn upp í Humble Bundle ásamt fleiri frábærum leikjum. Leikurinn svipar mjög mikið til Star Trek heimsins og fær mikið lánað þaðan. Þú ert kafteinn um borð í geimskipi og hægt er að velja úr mörgum útlitum skipa. Þú byrjar […]

Sony Xperia Z Ultra – Spjaldsími

Þetta er nú meira tryllitækið. Við vitum ekki hvort þetta sé sími eða spjaldtölva. Xperia Z Ultra er stærri útgafan af Xperia Z með 6,4” skjá. Sem er aðeins minna en 7” spjaldtölvurnar. Z Ultra kemst eiginlega ekki fyrir í vasa og gægjist síminn aðeins upp úr. Það er þó ekki mikið mál að halda […]

Apple kynnir fullt af nýju dóti

Apple hélt kynningu nú fyrr í dag og kynnt til leiks tvær nýjar spjaldtölvur: iPad Air og nýr iPad mini retina. Kynningin byrjaði á “massa rúnki” eins og Húsvíkingurinn Andri Valur kallar það, þar sem Apple fer yfir sölutölur og viðtökur nýrra vara. Skemmtilegar tölur komu þar fram; eins og að 9 milljón iPhone símar […]