Entries by Atli

Nokia Lumia 930 umfjöllun

Nokia Lumia 930 er einn síðasti Nokia síminn sem verður gefinn út í bili, svona alveg þangað til gamla Nokia fer aftur á símamarkaðinn með Android símtæki. Þetta er flaggskipið þeirra og er nokkuð vel útbúið. Síminn er með frábæran AMOLED FHD 5” skjá, skarpa 20 megadíla myndavél, 32GB geymslupláss, Snapdragon 800 tvíkjarna örgjörva og […]

OZ appið uppfært

OZ appið hefur aldeilis verið uppfært. Það mætti segja að OZ fyrirtækið sé að fara í gegnum einhverskonar endurræsingu. OZ bauð okkur á kynningu í Safnahúsinu (sem hét áður Þjóðmenningarhúsið) þar sem þeir fóru yfir stórar breytingar. Nýtt lógó Einkennismerki OZ hefur tekið stórum breytingum og fór Guðjón Már gaumgæfilega yfir þær. Rauðappelsínuguli þríhyrningurinn táknar framleiðendur […]

LG G3 fær Lollipop í nóvember

LG er ekkert að tvínóna við þetta og mun rúlla út Android 5.0 (Lollipop) út á flaggskipið sitt, LG G3, í nóvember. Það gerir það eitt fyrsta tækið fyrir utan Nexus og Moto tækin að fá uppfærslu. Þetta er talsvert sneggra en 90 daga loforðið frá HTC fyrir One M8 og “sem fyrst” frá Sony […]

Dohop gefur út app

Dohop er þægileg vefsíða til að finna ódýrt flug, bíl eða hótel. Nýlega þá kom út þjónusta sem sýnir þér ódýrustu flugin hverju sinni út frá dagsetningu myndrænt. Þetta kalla þeir Dohop Go! Þetta er hannað með ferðalanga með ævintýraþörf sem er alveg sama hvar þeir enda. Nú hefur Dohop gefið út app sem byggist […]

HTC Desire 510 örumfjöllun

HTC Desire 510 er ódýr Android Kitkat snjallsími, sem er samt með góðu innvolsi til að keyra öpp og vefsíður. Undir húddinu er fjórkjarna örgjörvi og 1GB vinnsluminni. Skjárinn er nokkuð stór, eða 4,7″ með 480 x 854 upplausn. Þetta er einnig einn ódýrasti 4G síminn í dag. Síminn er seldur hér á landi á 35 […]

Mac tölvur uppfærðar

Apple uppfærði Mac vörulínuna sína í dag. Nýir skjáir, örgjörvar og betri verð. 5K Retina skjár Það kemur nýr skjár á 27” iMac borðtölvuna sem er með 5K retina upplausn, eða 5120 x 2880 pixla. Sjónvörp með 4K eru varla kominn á markað og Apple rúllar út hærri upplausn en það eins og ekkert sé. […]

Google kynnir ný Nexus tæki

Google hefur kynnt á sinn látlausa hátt þrjú ný nexus tæki: Nexus 6 síma, Nexus 9 spjaldtölvu og Nexus Player sem tengist við sjónvarp. Tækin fara í sölu í byrjun nóvember. Þetta eru fyrstu tækin með Android Lollipop (5.0) stýrikerfinu, sem er mjög stór uppfærsla og þá aðallega útlitslega. Nexus 6 – 6 tommu phablet […]

Sony Xperia Z1 compact örumfjöllun

Sony Xperia Z1 compact er minni útgáfa af snjallsímanum Sony Xperia Z1 sem kom út fyrir ári síðan. Z1 compact er með 4,3″ skjá (niður um 0,7″), 137 grömm á þyngd (33 grömmum léttari) og fer mun betur í hendi stóri bróðir. Ólíkt öllum öðrum minni útgáfum af flaggskipum, þá er þessi með sama innvols […]

iPhone 6: fyrstu kynni

Simon fékk iPhone 6 í örfáa daga í síðustu viku þökk sé Nova. Við skelltum í smá myndband um okkar fyrstu kynni við tækið. [youtube id=”VJtcfa4dQtQ” width=”600″ height=”350″] Við erum mjög hrifnir af iPhone 6. Hann er mjög fallegur, ótrúlega þunnur, mýkri í lófa en mjög sleipur í hendi. Síminn er hraður, með frábæra myndavél […]

iPhone 6 Plus bognar í framvasa

Fréttir af beygðum iPhone 6 Plus símum fara um eins og eldur í sinu. Þetta eru ekki fréttir fyrir okkur hjá Simon. Ál símar geta bognað undir álagi. Ál er nógu mjúkur málmur til að gefa eftir við álag í stað þess að brotna. Fyrri símar frá Apple, iPhone 5 og 5S, bognuðu t.d. við […]