Quiz Up – Stærsti spurningaleikur í heimi!

Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hleypir QuizUp af stokkunum í dag. Um er að ræða spurningaleik fyrir iPhone sem er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum en í leiknum er að finna um 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. QuizUp er fyrsti spurningaleikurinn til að bjóða upp á samskipti á milli vina jafnt sem ókunnugra sem spila í leiknum, hvort sem það er í gegnum bein skilaboð, umræðuþræði eða staðbundnar stigatöflur (eftir borgum og löndum).

iPhone5-01

Keppendur í QuizUp geta valið sér ótakmarkaðan fjölda flokka þar sem þeir spila ýmist einir, við aðra samtímis eða leika fyrst heila lotu og bíða síðan eftir að sá sem skorað var á klári sinn leik. Ef keppendur tengjast QuizUp í gegnum Facebook þá geta þeir skorað á vini sína eða fengið leikinn til að velja fyrir þá hinn fullkomna andstæðing. Hver viðureign í QuizUp stendur yfirleitt yfir í minna en eina mínútu. Keppendur fá sjö spurningar og hafa að hámarki 10 sekúndur til að svara. Sá sem svarar fleiri spurningum rétt sigrar. Í lok hvers leiks birtist keppandanum samantekt yfir þróun leiksins, en þar má sjá stigafjölda, lokabónus, sigurbónus og heildarbónus, sem leggjast við og hækka viðkomandi á heildarstigalistum QuizUp.

Eftir því sem keppendur þræða sig áfram í hverjum efnisþætti og spurningaflokkum í Quiz Up vinna þeir sér inn titla og heiðursmerki eins og: Best(ur) í borginni eða landinu. Komist keppendur upp í borð 10 í flokki geta þeir bætt titlum við prófílinn sinn (t.d. „Dough Boy“ í flokknum lógó og „Car Zar“ í flokknum bílar). Í prófíl hvers keppanda má m.a. sjá uppáhaldsflokka og þá titla og heiðursmerki sem viðkomandi hefur unnið sér inn.

iPhone5-03

Það er fullt af skemmtlegum flokkum í leiknum sem hægt er að spila:

 • Listir og bókmenntir (listir: almennt, bókmenntir: almennt, arkitektúr, klassískt, Batman, Biblían, barnabókmenntir, Fifty Shades of Grey, Harry Potter, The Hunger Games, The Hichhiker‘s Guide to the Galaxy o.fl.)
 • Viðskipti (vörumerki, hagfræði, frumkvöðlar o.fl.)
 • Fræðsla (stærðfræði: almennt, stærðfræði: auðvelt, stærðfræði: erfitt, orð, skilgreiningar orða)
 • Landafræði (Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, fánar, nefnið borgina, nefnið landið, nefnið fánann, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka, ríki í Bandaríkjunum, höfuðborgir)
 • Saga (saga: almennt, 16. og 17. öldin, 18. og 19. öldin, 20. og 21. öldin, Grikkland til forna, Róm til forna o.fl.)
 • Lífsstíll (bjór, bílar, jól, föt, snyrtivörur, drykkir, tíska, matur, grænmeti og ávextir, heilsa, innanhússhönnun, leikföng o.fl.)
 • Kvikmyndir (kvikmyndir: almennt, hasar og ævintýri, teiknimyndir, Batman, Bollywood, klassískar myndir, gamanmyndir, Disney, drama, The Godfather, Harry Potter, hryllingsmyndir, The Hunger Games, Indiana Jones, James Bond, Lord of the Rings, Óskarsverðlaunin, Pixar o.fl.)
 • Tónlist (tónlist: almennt, tónlist frá 7. áratugnum, tónlist frá 8. áratugnum, tónlist frá 9. áratugnum, tónlist frá 10. áratugnum, Bítlarnir, Beyoncé, kántrítónlist, hip hop og rapp, Elton John, strákasveitir o.fl.)
 • Vísindi (líffræði, efnafræði, jarðfræði, mannslíkaminn, eðlisfræði, læknisfræði, vísindamenn o.fl.)
 • Íþróttir (íþróttir: almennt, kappakstur, hafnabolti, körfubolti, ruðningur, fótbolti, box, skák, hokký, MMA, Ólympíuleikarnir o.fl.)
 • Sjónvarp (sjónvarp: almennt, sjónvarpsþættir frá 9. áratugnum, sjónvarpsþættir frá 10. áratugnum, The Big Bang Theory, Breaking Bad, Buffy the Vampire Slayer, Desperate Housewives, Dexter, Doctor Who, Family Guy, Seinfeld o.fl.)

Bandaríkin mikilvægasti markaðurinn – en Ísland skiptir stofnendur þó máli
Leikurinn kemur út samtímis um allan heim en markaðssetning hans fer að mestu fram vestanhafs. Þó að Ísland sé ekki helsti markaður Plain Vanilla, sem gefur út QuizUp, þá fer þróun leiksins að nær öllu leyti fram hér á landi. Áhugi Íslendinga á spurningakeppnum er jafnframt mikill og Plain Vanilla birti heilsíðuauglýsingar í íslenskum dagblöðum í morgun til að kynna leikinn fyrir landsmönnum. Íslenskir stofnendur vonast eftir góðum undirtektum við leikinn hér á landi – þó ekki nema sé til að gleðja þá fjölmörgu íslensku starfsmenn sem unnið hafa að leiknum síðustu misseri.

Orðaþrautir njóta vinsælda – því ekki spurningaleikir?

Leikir þar sem fólk spilar við aðra í gegnum síma og spjaldtölvur hafa notið vaxandi vinsælda undanfarið og orðaþrautir ýmiss konar eru sérstaklega vinsælar. Fjárfestarnir í Plain Vanilla telja að QuizUp geti höfðað til sama hóps en enginn sambærilegur leikur er á markaðnum. Spurningaspil eins og Trivial Pursuit njóta mikilla vinsælda víða um heim sem og Pub Quiz spurningakeppnir þar sem fólk keppir sín á milli á öldurhúsum. Því má telja að jarðvegurinn fyrir spurningaleik eins og QuizUp sé allgóður.

Hér má sjá myndband út leiknum:

Hér er hægt að ná í leikinn fyrir iOS.

Leikurinn kemur von bráðar út fyrir Android snjalltæki.

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

 1. […] QuizUp, spurningaleikurinn frá PlainVanilla sem hefur slegið í gegn á iOS er loksins kominn út á Android! QuizUp hefur verið í lokuðum prófunum um nokkurt skeið og fékk Símon að prófa appið. Fregnir herma að QuizUp sé einnig í lokuðum prófunum á Windows Phone og ætti vonandi að koma út þar í náinni framtíð. […]

 2. […] QuizUp, spurningaleikurinn frá PlainVanilla sem hefur slegið í gegn á iOS er loksins kominn út á Android! QuizUp hefur verið í lokuðum prófunum um nokkurt skeið og fékk Símon að prófa appið. Fregnir herma að QuizUp sé einnig í lokuðum prófunum á Windows Phone og ætti vonandi að koma út þar í náinni framtíð. […]

Comments are closed.