Skjáskot: Jón Heiðar hjá Advania

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Jón Heiðar Þorsteinsson heiti ég. Ég starfa sem markaðssérfræðingur hjá Advania, ég rek lítið ferðablogg með vini mínum Sigurði Fjalari sem heitir Stuck in Iceland og æfi í Boot Camp þrisvar í viku. Þess fyrir utan er ég óvenju vel giftur fjölskyldufaðir og kattareigandi í Smáíbúðahverfinu. Um daginn fundu vinnufélagar mínir í Markaðsdeild Advania tvífara minn. Hann vinnur nú flest verkefni mín og ég nýt stóraukins frítíma. Það hefur enginn kvartað enn.

IMG_1811

Hvernig síma ertu með?
Samsung Galaxy S4

Hvað elskar þú við símann þinn?
Hann fer vel í hendi og í honum má fletta upp á svörum við ýmsum leyndardómum lífsins. Hann vistar líka allar sjálfkrafa allar myndir sem ég tek á DropBox og Google.

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Að ég get stundum ekki slitið mig frá honum blessuðum.

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Þrír er alltof lág tala! Ég vil nefna Audible fyrir hljóðbækurnar, Facebook fyrir dægurþrasið og félagsskapinn þar, Plants vs. Zombies 2 fyrir bardagann eilífa gegn uppvakningum og Instagram. Filterar gera nefnilega kraftaverk fyrir lélega ljósmyndara eins og mig. Google Maps er lífsnauðsynlegt app fyrir áttavillta menn eins og mig.

Hver er draumasíminn þinn?
Er ekki byrjað að tala um Samsung Galaxy S5. Er það ekki bara draumurinn?

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Leggja þá frá sér langtímum saman án þess að maður fái fráhvarfseinkenni.

Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Stórstjarnan Hallveig Rúnarsdóttir söngkona og eiginkona mín. Hún svarar alltaf þegar ég hringi og það er gagnkvæmt.

2013-11-28 20.04.35