Backbeat Go2 heyrnatól fyrir fólk á ferðinni

Plantronics er kannski ekki vel þekkt utan fyrirtækjamarkaðar en það virðist vera hasla sér völl á einstaklingsmarkaði. Plantronics hafa helst verið þekktir fyrir að framleiða heyrnatól fyrir borðsíma fyrirtækja. Hér erum við að skoða þrælsniðug heyrnatól sem eru sniðin fyrir fólk á hreyfingu. Back Beats Go 2 eru þráðlaus bluetooth heyrnatól sem fara inn í eyrun (in-ear). Með þeim fylgir hleðslubudda sem geymir tvöfalda hleðslu fyrir heyrnatólin. Tólin er hægt að hlaða með micro USB, alveg rétt eins og flestir snjallsímar nota.

Hönnun

Það fer ótrúlega lítið fyrir Go 2. Þetta eru tveir nettir eyrnapúðar sem fara alveg inn í eyrun. Á þeim er snara sem fellur inn í ytra eyra til að styðja við púðana. Hægt er að opna aftan á öðrum púðanum lítið hólf og þar leynist microUSB tengið. Bandið á milli púðanna er 30 cm á lengd og er með vörn gegn hnútum (flöt og mött snúra).

plantronics-backbeat-go-2-wireless-earphones-black-p40228-a Það eru þrír takkar á Go 2: hækka, lækka og spila/pása takki. Allir þessir takkar hafa aðra virkni þegar takkanum er haldið inn: rafmagnsstaða, þögn á hljóðnma og kveikja/slökkva. Takkarnir eru ekki þeir fallegustu sem ég hef séð, þeir eru mjög grófir og einfaldari. Rétt hjá tökkunum er hljóðnemi fyrir símtöl. Heyrnatólin eru varin gegn vökva og svita með sérstakri nano-húðun. Það fylgja með þrjár stærðir af útskiptanlegum eyrnapúðum. Small, medium og large.

Hljóðið

Hljóðið er nokkuð gott, en ekki mjög hátt og lítið um bassa. Sem er svo sem ágætt, því ég er byrjaður að skemma í mér heyrnina með einhverjum svakalegum heyrnatólum þessa dagana. Í heildina fannst mér hljóðið gott og skýrt, en margir munu sakna bassans og jafnvel desibilana.

Rafhlaðan

7

Rafhlaðan er ekki upp á marga fiska, en sinnir nákvæmlega sínu hlutverki: hún er létt og nett. Tónlistarafspilun nær rétt yfir tvo tíma á fullu dampi en hægt er að ná rétt yfir fjóra tíma í símtölum. Heyrnatólin eiga að geta verið á bið í allt að 6 mánuði. Hleðslubuddan nær að hlaða heyrnatólin tvisvar og ég hélt að ég myndi aldrei nota hana. Svo kom í ljós að þetta er alger snilld. Ég hjóla alla daga í vinnu og hélt að ég myndi ekki eiga pláss fyrir þetta í bakpokanum (sem er stundum með tölvu, vinnuföt og tvö pör af skóm). Ekki bara passaði buddan vel í flöskuhöldin, heldur lengdi þetta einnig lífið í þessum meðfærilegu heyrnatólum. Það kom sér vel ef maður fór að hreyfa sig eftir vinnu.

Niðurstaða

Þetta er frábær vara og hentar vel fyrir fólk á ferðinni og í sporti. Ég er sjálfur reiðhjólabóndi, skokkari og fer einstaka sinnum í ræktina. Þetta hentar vel í allt þetta sem og að ferðast milli staða og göngutúra. Þau flækjast nær aldrei og eru nokkuð stabíl í eyrunum. Verðið er mjög sanngjarnt og fást þessi tól hjá Nýherja á 20 þúsund krónur.

Simon gefur þessum heyrnatólum 4 / 5 stjörnum mögulegum. Toppgræja á sanngjörnu verði.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] endist mér í yfir sex tíma í tónlistarafspilun, sem er skref upp fyrir mig frá Backbeat Go2 sem ég á og er nokkuð þægileg lengd. Það tekur smá tíma að koma heyrnatólunum fyrir á […]

Comments are closed.