Fyrstu myndir af iPad 5 leka?
Í umræðunni undanfarið hafa verið orðrómar um það hvort að Apple muni gefa út fimmtu kynslóð iPad spjaldtölvunar seinna á þessu ári. Nú hafa lekið óstaðfestar myndir líkt og áður frá parti sem talið er að verði notaður í nýjustu spjaldtölvu Apple.
Talið er að myndirnar komi frá partaframleiðanda Apple í Kína og samkvæmt myndunum lítur út fyrir að apple sé að fara að gefa út 9,7″ spjaldtölvu sem er 0,2″ stærri en fyrri kynslóð.
Við fyrstu sýn þá sjáum við eftirfarandi:
- Hulstrið er þynnra en gengur og gerist
- Við sjáum rúnaðari kanta á hulstrinu
- Talið er að útgáfan muni innihalda LTE en það sést op fyrir loftnetið í spjaldinu
Það er ekki komið alveg á hreint hvort að þessar myndir séu ekta en það er mjög líklegt að svo sé.
Talið ar að þegar svona myndir leka út þá gætum við átt von á ca. 5 mánuðum þangað til að hönnunin verði send í verslanir.
Það er eins gott að byrja að spara því það er stutt í að við fáum að sjá nýja Apple spjaldtölvu árið 2013.
Heimild: http://9to5mac.com/2013/01/28/is-this-the-back-of-apples-redesigned-fifth-generation-ipad/