Android á Windows 8! – Myndband

[youtube id=”LvZ3Pkoe3_E” width=”600″ height=”350″]

Það hefur enn og aftur sannast að tæknitröll internetsins geta gert hvað sem er. Nýlega var útgáfa af Android sett á netið sem keyrir á Windows 8. Pakkinn er í mjög þægilegum umbúðum, það eina sem þarf að gera er að opna sjálfvirka uppsetningu sem setur skrárnar upp. Þegar forritið er opnað birtist gluggi með Android. Í bakgrunninum er svo command skel sem sýnir hvað gerist í bakgrunninum. Án þess að fara of djúpt ofan í hvernig þetta virkar, þá var Android grunnurinn (e. kernel) endrskrifaður frá Unix yfir í Windows.

Þetta verður að teljast nokkuð merkilegt, en það verður þó að hafa í huga að þetta er fyrsta útgáfa og í rauninni bara prufa. Kerfið er mjög óstöðugt og er enn ekki búið að finna leið til þess að fá öpp til þess að virka almennilega. Ég fékk Google Talk, Gallery, Media Player, Play Store og Browser til þess að virka ágætlega. Eins og sést í myndbandinu ræður vafrinn ekki við neinar viðbætur og því frýs kerfið. Kerfið var sett upp á Dell XPS 12 Duo vél sem er með snertiskjá og keyrir á Windows 8. Android virkaði mjög vel með snertiskjánum, en réð þó illa við fjölsnertingar (e. multi touch).

Fyrir áhugasama má sækja pakkann hér, en hafið þó í huga að þessi útgáfa er svokölluð ‘Early release’ og því afar óstöðug. Til þess að fá Google apps inn þarf að ná í það hér og setja inn í viðeigandi möppur. Við fylgumst spennt með uppfærslum og vonum að stöðugari útgáfa komi bráðum.