Zombies Run 2 væntanlegur í vor

Zombies, Run! v.1.2 Full (Apk Data)

 

Á síðasta ári gaf fyrirtækið Six to Start út leikinn Zombies Run sem var fjármagnaður að mestu leyti í gegnum Kickstarter síðuna. En leikurinn snerist um það að hlaupa undan hungruðum uppvakningum og fá þar hvatningu við útihlaupin. Nú er komið rétt undir ár síðan fyrsti Zombies Run leikurinn leit dagsins ljós á iOs og hefur leikurinn verið að vaxa í vinsældum og gaf fyrirtækið einnig út viðbót við leikinn sem ber nafnið Zombies Run: 5k Training. Umfjöllunina okkar um fyrri leikinn má finna hér. Núna rétt fyrir áramót tilkynntu Six To Start að verið væri að vinna að framhaldi Zombies Run sem mun hreinlega bera nafnið Zombies Run 2.

Á bloggi Six To Start sögðu þau okkur hvað þau ætluðu að gera í nýja leiknum en leikurinn mun innihalda:

  • Meira spennandi sögu
  • Meiri áhættur innan leiksins
  • Stærri verðlaun fyrir erfiðari verkefni
  • Tvöfalt lengri leik með yfir 60 borð til að spila
  • Breytileg verkefni eftir stöðu inni í rauntíma og stöðu virkis inní leiknum
  • Bætingu á uppbyggingarkerfi virkisins inn í leiknum
  • Mun fljótara og flottara forrit fyrir iOs og Android

Framleiðendur leiksins lofa samt sem áður að allir hlutirnir sem við elskuðum við fyrsta leikinn verða enn á sínum stað.

Nú er bara að fara að rifja upp zombie maraþonið í fyrsta Zombies Run leiknum og bíða spenntur eftir öðrum leiknum sem er væntanlegur í vor á Android og iOs.

[youtube id=”DRpXrGE7W3Y” width=”600″ height=”350″]

 

Hér má sækja fyrri leikinn á 50% afslætti: , Appstore, Live Store