Finndu leiðina til Oz – Gagnvirk og flott nýting á HTML5

Oz2-660x382

Disney og Google opnuðu í samstarfi á heimasíðu fyrir kvikmyndina “Oz the Great and Powerful”. Niðurstaðan er ein flottasta heimasíða sem hægt er að finna á netinu í dag. Hún er eins og skráargat í annan heim, ekki þurr texti með myndum eins og við þekkjum flest öll í daglega bloggrúntinum og gefur meira til baka en stuttur trailer sem hægt er að skoða á netinu.

Ætlunin er að kynna nýjustu kvikmynd Disney “Oz the Great and Powerful” sem kemur í bíó á næstunni. Við fyrsta innlit á síðuna þá blasir við sirkús með ýmsum eiginleikum eins og að taka mynd af þér í gegnum vefmyndavél tengda við tölvuna, búa til tónlist og margt annað sem hægt er að dunda sér við. Maður endar síðan á ferðalag í loftbelg sem er mjög flott að sjá.

Síðan notast við HTML5 en það er samansafn af ýmsum forritunar málum og tólum. Helst er að nefna WebGLCSS3WebAudioWebRTC og önnur HTML5 tól.

Við mælum með að kíkja á þessa síðu til að sjá það sem er framundan í notkun á venjulegum heimasíðum. Einnig er hægt að opna síðuna í Chrome vafranum í Android en þar sem þetta er frekar þung síða þá kemur hún best út þegar síminn er með aflmikinn örgjörva og nægt minni til að keyra hana almennilega.

Smellið hérna til að skoða síðuna.

mobile_photobooth-660x292