WWDC ráðstefna Apple – við hverju má búast?

Apple fréttir verða líklega í brennidepli á tæknisíðum í dag því Apple World Wide Developers Conference (WWDC) fer fram núna á eftir klukkan 17:00 að íslenkum tíma. Mikið af upplýsingum hafa lekið undanfarið og starfsmenn Apple hafa gefið í skyn að stórir hlutir séu væntanlegir frá Apple á árinu.

 

Besta vörulína Apple í 25 ár væntanleg 
Eddy Cue, sem er yfir nethugbúnaði og þjónustustum, fullyrti í nýlegu viðtali við Re/Code að nýjar Apple vörur sem eru væntanlega á þessu ári séu þær bestu sem hann hefur séð á 25 ára starfsferli sínum hjá fyrirtækinu. Walt Mosberg hjá Re/Code minnti hann á að iMac, iPod, iPhone, iPad og Macbook Air voru allt vörur sem fengu góðar viðtökur og gaf þannig í skyn að þetta væru stór orð.

 

Nýr iPhone?
Það er ólíklegt að mikið af nýjum vélbúnaði verði kynntur á eftir þar sem ráðstefnan einblínir á nýjungar fyrir hugbúnaðarframleiðendur. Okkur þykir því ólíklegt að nýr iPhone 6 verði kynntur á eftir en töluvert af myndum og myndböndum hafa leikið undanfarið og því nokkuð öruggt að ný símtæki líti dagsins ljós seinna í haust.

iPhone 6 kemur líklega í tveimur stærðum: 4,7″ og 5,5″ en til samanburðar þá eru iPhone 5, 5C og 5S allir 4″ að stærð.

 

iOS 8
Það er nokkuð öruggt að iOS 8 verði kynnt í dag og gefið út seinna í haust því borðar merktir “8” eru þegar komnir upp í San Francisco. Breytingin á þessu nýja stýrikerfi fyrir iOS tæki verður líklega ekki jafn drastísk og síðast þegar iOS7 kom út, heldur má frekar búast við lagfæringum og nýjum öppum sem tengjast heilsu.

Mynd: Macrumors.com

Android notendur hafa lengi skotið á iPhone notendur vegna skorts á skjátólum (widgets) á heimaskjáinn. Það gæti orðið breyting á því með iOS 8 því myndir af nýjum heimaskjá láku á netið fyrir nokkru síðan sem sýna meðal annars skjától fyrir veður appið og tónlistarspilarann.

Mynd: Vox Media tekin frá The Verge

 

Kortaþjónusta Apple, Maps, verður vonandi lagfærð því þjónustan hefur aldrei náð almenninlegu skriði og er í raun ekki sambærileg við Google Maps. Fleiri uppfærslur fyrir iOS 8 eins og split screen möguleiki fyrir iPad þar sem notendur geta unnið í tveimur öppum samtímis er væntanlegur samkvæmt Mashable en hvort það verði kynnt í dag er óvíst.

 

Apple TV – ekki lengur gæluverkefni
Nú hafa 20 milljónir af Apple TV selst um allan heim en engin uppfærsla komið síðan Apple TV3 var gefið út og því löngu kominn tími á uppfærslu. Eddy Cue minntist á að Apple TV mun halda áfram að þróast og við vonum að miklar breytingar verði á þessu ári. Það yrði ekki nauðsynlegt að uppfæra vélbúnaðinn en hugbúnaðurinn er mjög úreltur og löngu kominn tími á breytingar. Það sem myndi gera Apple TV enn stærra er útgáfa á Software Developers Kit (SDK) sem þýðir að hver sem er getur búið til hugbúnað fyrir Apple TV. Sem dæmi um aukin þægindi fyrir okkur Íslendinga væri OZ Appið fyrir Apple TV sem gæti gert afruglara frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum óþarfa. Stuðningur við stýripinna og tölvuleiki myndi gera Apple TV samkeppnishæfara við Amazon Fire TV og sjónvarpsstöðvar gætu gert sín eigin öpp.
Kemur nýtt Apple TV í dag?

Mynd: TechCrunch

 

OS X 10.10
Ef þú átt Macbook eða iMac tölvu þá líkar þér vonandi við útlitið á iOS stýrikerfinu því nýtt OS X 10.10 verður að öllum líkindum kynnt með uppfærðu útliti sem er nær þeirri upplifun sem iPhone og iPad notendur þekkja í dag.

Hvað meira?
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að Apple keypti Beats á dögunum fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala eins og við fjölluðum um í fjórða hlaðvarpi Símon.is fyrir nokkrum vikum síðan. Það verður spennandi að sjá hvort Beats frumkvöðlarnir Dre og Jimmy Iovine verði kynntir á svið og hvort Tim Cook, forstjóri Apple, segi okkur frá áformum þeirra félaga. Snjallheimili gætu verið á döfinni þar sem notendum gefst kostur á að stjórna ýmsu á heimilinu í gegnum snjalltæki og Siri fær pottþétt lítilvæga uppfærslu sem skiptir litlu máli á Íslandi.

Fyglist með okkur á Facebook, Twitter og hér á Símon.is því við sitjum spenntir fyrir framan skjáinn og látum ykkur vita hvað er að frétta frá San Francisco um leið og fréttirnar berast.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Við erum að fylgjast með WWDC 2014. Fylgist með á #WWDCIS og á @simon_is. Hér að neðan má sjá tísin í beinni. Fyrir þá óþolinmóðu er að hægt að sjá við hverju við búumst í ár.  […]

Comments are closed.