65 tommu spjaldtölva

Það virðist vera sem símarnir sem í boði eru séu alltaf að stækka, þá eru einnig komnar spjaldtölvur sem eru allt að 10 tommur að stærð. Þetta tryllitæki er hins vegar í allt annarri deild.

Hér er um að ræða 65 tommu Android “spjaldtölvu” með snertiskjá. Græjan virkar þannig að venjuleg spjaldtölva (með venjuleg á ég við í “eðlilegri” stærð) er sett í vöggu (e. dock) og síðan er hægt að nota 65 tommu skjáinn eins og um venjulegt Android tæki sé að ræða.

Sjón er sögu ríkari.

Maður sér fyrir sér að þetta gæti hentað í kennslustundum, á fundum og reyndar bara á flestum stöðum þar sem um fyrirlestur er að ræða. Einnig gæti maður séð fyrir sér að snjallsímaforritarar gætu nýtt sér þetta til að sýna afurðir sínar á fundum eða fyrirlestrum.

Enn sem komið er hefur ekkert sagt frá verðinu á þessu, en ég leyfi mér að skjóta á að það verði í hærri kantinum.

[Heimild]