Hljómsveit í vasanum þínum

Take me out –   Atomic Tom

Hljómsveitin Atomic Tom lenti í því að hljóðfærunum þeirra var stolið í New York borg. Það stoppaði þó þá ekki frá því að redda sér, því þeir notfærðu sér iPhone símanna sína til spila lag af plötu sem þeir voru að gefa út. Atvikið vakti mikla lukku og að mati sumra er þessi útgáfa betri en sú á plötunni þeirra. Við vildum kynna okkur þetta betur og athuga hvort við gætum ekki fundið þessi „hljóðfæri“ handa ykkur.

iPhone:

Gítar –  http://itunes.apple.com/us/app/pocketguitar/id287965124?mt=8&uo=6

Gítararnir sem Atomic Tom notuðu, mjög skemmtilegt forrit sem býður upp á marga möguleika og hljómar mjög raunverulega.

___________________________________________________________________________________

Trommur – http://itunes.apple.com/us/app/drum-meister/id313683811?mt=8&uo=6

Mjög flottar trommur sem hljómsveitin notaði einmitt í myndbandinu. Einfaldar í notkun og hljóma nokkuð raunverulegar.

___________________________________________________________________________________

Píanó -Frítt – http://itunes.apple.com/us/app/virtuoso-piano-free-2/id304075989?mt=8&uo=6

Mjög skemmtileg og auðvelt forrit í notkun, þú spilar kannski engin meistaraverk en þér tekst að spila.

___________________________________________________________________________________

Hljóðnemihttp://itunes.apple.com/app/megaphone/id301027232?mt=8

Gallhorn sem breytir iPhone í hljóðnema. Láttu aðra heyra í þér með eða án bakgrunnstónlistar.

___________________________________________________________________________________

Flautahttp://itunes.apple.com/us/app/ocarina/id293053479?mt=8

Breytir iPhone í gamaldags flautu, mjög svalt og einfalt að nota

___________________________________________________________________________________

Synth vél – http://itunes.apple.com/us/app/bebot-robot-synth/id300309944?mt=8&uo=6

Mjög töff forrit sem bíður upp á marga möguleika á sköpun tónlistar. Það býður upp á skemmtilega tóna sem hægt er að skapa og í raun er hægt að setja saman heilu lögin með þessu eina forriti.

Android:

Musical Lite -Frítt- Bíður upp á trommur, píanó og lyklaborð sem hljóma mjög lík raunverulegu hljóðfærunum. Hægt er að nálgast þetta forrit í Market í símanum hjá ykkur. Pro útgáfan kostar um 1.99$. Pro útgáfan á að bjóða upp á gítar, bassa, orgel, strengja hljóðfæri og fleirri tegundir hljóma á lyklaborði. Eðal forrit fyrir tónlistar áhugafólk.

___________________________________________________________________________________

Guitar Lite – Frítt- býður upp á að spila á klassískan gítar frítt og skoða gripinn.

___________________________________________________________________________________

Jasuto – Elektro synth vél, mjög flott og skemmtileg fyrir nýgræðinga sem og eldri notendur. Kostar 4.99$ á markaðnum en eins og með flest forrit sem þarf að kaupa eru það ekki aðgengilegt á Íslandi í gegnum hefðbundnar leiðir.

https://market.android.com/details?id=com.jasuto.droid

___________________________________________________________________________________

Til eru mörg fleiri tónlistar forrit en okkur fannst sniðugast að taka fyrir þau helstu forrit sem komu fram í myndbandinu með Atomic Tom og svo nokkur önnur sem við teljum að vera sniðug. Multitouch forritin eru hægt og rólega að koma út fyrir Android og má það teljast nokkuð öruggt að þeim muni fjölga.

Við munum innan tíðar koma með upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast þau forrit sem þarf að borga fyrir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd tekin frá: http://www.techeblog.com/index.php/tech-gadget/guitar-made-from-smartphones-ipod-touch