Entries by Jói

Örstutt saga snjallsímans

Hér verður farið aðeins yfir sögu snjallsímans, allt frá IBM Simon til iPhone og Android. Snjallsíminn er fyrirbæri sem á stóran hluta af allri tækniumræðu þessa dagana og undanfarin ár að sjálfsögðu. Eftir nokkur ár verður væntanlega ekki lengur talað um snjallsíma, heldur bara síma. Aðrir símar verða væntanlega kallaðir „æi svona gamlir símar“. Börn […]

Með StreamBox7 getur þú spilað tónlist úr Dropbox möppunni þinni [WP7]

StreamBox7 appið fyrir  WP7 gerir þér kleyft að setja tónlist inn á Dropbox möppuna þína og streyma (e. stream) hana í WP7 símanum þínum. Appið virkar vel og þú getur spilað tónlist í bakgrunninum á meðan þú gerir eitthvað annað. Hægt er að láta appið vinna með Music Hub í WP7 símanum þínum með því […]

ConnectivityShortcut fyrir WP7 gerir þér kleift að breyta stillingum hratt

Windows Phone 7 stýrikerfið sker sig heilmikið úr hvað varðar útlit og upplifun og það sem spilar hvað stærstu rulluna þar eru flísarnar sem blasa við manni sem aðalvalmynd. Eitt mjög gott forrit fyrir WP7 er ConnectivityShortcut. Forritið er mjög einfalt og skýrir sig eiginlega sjálft með nafninu. Í stað þess að þurfa að kafa […]

Tasker leiðbeiningar

Ég skrifaði um daginn aðeins um Android appið Tasker sem ég vil meina að geti breytt símanum þínum í alvöru snjallsíma með því að framkvæma ýmsar aðgerðir við fyrirfram ákveðnar aðstæður. Hér er tengill inn á appið í Android Market. Núna langar mig að sýna hvernig maður setur upp mjög einfalda stillingu í Tasker. Þetta […]

Dick er mjög sérstakur snjallsímaleikur

Það kennir ýmissa grasa þegar skoðað er hvaða leikir eru í boði fyrir snjallsíma í dag. Um daginn rakst ég á afar sérstakan leik sem kallast Dick. Þessi leikur þykir of dónalegur og er því ekki í boði í gegnum Android Market, en í tenglinum sem er neðst í þessari færslu er hægt að nálgast […]

WP7 öppin fara hugsanlega yfir 50.000 á þessu ári

Í dag eru um 45.000 öpp í boði fyrir WP7 snjallsímana. Ef þróunin heldur áfram á svipuðum nótum er möguleiki á að þessi tala fari yfir 50.000 fyrir áramótin, í síðasta lagi í janúar á næsta ári. Í október var ár síðan Windows Phone Marketplace var opnað og voru þá komin 35.000 öpp. Á fyrsta […]

Lumia 800 Dark Knight Rises – Sérstök útgáfa í takmörkuðu upplagi

Lumia 800 frá Nokia er einn umtalaðist síminn í dag. Þessi sími er fyrsta afurð samstarfs Windows og Nokia og hefur fengið feiknagóða dóma eftir útgáfu. Símon.is hefur fjallað heilmikið um gripinn undanfarið. Við sögðum frá því á dögunum að þessi sími hafi fengið verðlaun í Bretlandi og útgáfupartíið í var í stærri kantinum. Í […]

65 tommu spjaldtölva

Það virðist vera sem símarnir sem í boði eru séu alltaf að stækka, þá eru einnig komnar spjaldtölvur sem eru allt að 10 tommur að stærð. Þetta tryllitæki er hins vegar í allt annarri deild. Hér er um að ræða 65 tommu Android “spjaldtölvu” með snertiskjá. Græjan virkar þannig að venjuleg spjaldtölva (með venjuleg á […]

Gerðu myndirnar enn flottari í WP7 símanum þínum

Það er til urmull af snjallsímaforritum sem breytir þeim myndum sem teknar eru með myndavélum þeirra. Oftast virðist þetta snúast um að láta myndirnar líta út fyrir að hafa verið teknar með 70 ára gamalli tækni eða að myndin hafi verið framkölluð og geymd bakvið ísskáp í nokkur ár. Það fer þó eftir notandanum og […]