Lenovo A3500 Spjaldtölva – Umfjöllun


Frá því að iPad kom út árið 2010 þá hefur markaður fyrir spjaldtölvur stækkað ört. iPad var, og er, dýr tölva og þótt iPad Mini sé aðeins ódýrari verður hún seint talin ódýr. Margir hafa engan áhuga á að eyða svo miklu í hlut sem þeir líta á sem leikfang.  Til að mæta þörf þeirra sem vilja iPad en vilja ekki borga Apple verð þá hafa margir Android framleiðendur komið með ódýrari vélar. Margar af þeim eru þokkalegar og sumar jafnvel góðar. Hingað til hafa vélar undir 30.000 kr. verið óttalegt rusl: skelfilegir skjáir, allt of kraftlausar og illa smíðaðar. En þetta er að breytast. Lenovo A3500 er ein af þessum nýju vélum sem reynir að vera ‘nógu góð. Hún kostar 17.995 krónur hjá Nýherja.  

P1050996

 

Útlit, hönnun og skjárinn

IdeaPad A3500 er vel smíðuð og lítur ágætlega út. Hún vinnur kannski engin hönnunarverðlaun, en sker heldur ekki í augun. Hún er vel smíðuð, ekkert brak eða brestir þegar maður handfjatlar hana.  Skjárinn er 7″ IPS skjár með 1280X800 upplausn og er margfallt betri en það sem hefur hingað verið í boði á þessu verðbili. Bjartur og skarpur og litirnir nokkuð réttir.  Skjárinn virkar þó ekki vel í mikilli sól og hann mætti líka vera bjartari. Inanndyra um miðjan dag þá var áberandi munur á honum og Retina iPad heimilisins.

 

Afl og innvols

Eins og skjárinn þá er aflið er líka nógu gott. Fjórkjarna, 1.3 GHz, Cortex-A7 örgjörvi og 1GB vinnsluminni sáu til þess að vélin leysti flest einföld verkefni án nokkurra vandræða. Skoða póst, lesa Facebook og vafra netið virkaði vel og án nokkurs hökts. Video afspilun af Youtube og minniskorti virkaði einni fullkomlega, meira að segja í háskerpu. Leiki keyrði hún líka ágælega og lítið var um hökt eða tapaða ramma nema í allra öflugustu þrívíddarleikjum á borð við NOVA 3 og Modern Combat 4. Heilt yfir er aflið í þessari vél nóg fyrir þá sem eru að leita að auka vél eða fyrir smáfólkið á heimilinu. Vélin er aðeins með myndavél á framhliðinni. Húnu er 2milljón díla og er rétt rúmlega nothæf en ekki mikið meira en það. Geymslupláss er 8GB og styður tölvan Micro SD kort upp að 32GB í stærð.

P1050995

Niðurstaða

Ég notaði vélina í þrjár vikur og aldrei á þeim tíma fannst mér hún of hæg eða skjárinn of lélegur. Þetta er fín vél og hentar vel sem auka vél á heimil. Innbyggt GPS gerir hana líka gagnlega á ferðalögum. Hinsvegar er mesti gallinn við þessa vél (og aðrar ódýrari spjaldtölvur) að það er mjög ólíklegt að þú fáir uppfærslur í bráð. Sjaldnast er það þó aflleysi um að kenna heldur frekar metnaðarleysi framleiðanda. Ég hef litla trú á því að Lenovo sé undantekning þar á. Það er þó fyrirgefanlegt á þessu verðbili. Heilt yfir er vélin frábær kaup og með því besta sem er í boði á þessu verðbili hér á landi.

Lenovo A3500 fær því 3,5 stjörnur af 5 mögulegum

Kostir

  • Vel smíðuð
  • Nógu öflug
  • Nógu góður skjár

Gallar

  • Óspennandi hönnun
  • Léleg rafhlöðuending
  • Engar uppfærslur