Dohop gefur út app

Dohop er þægileg vefsíða til að finna ódýrt flug, bíl eða hótel. Nýlega þá kom út þjónusta sem sýnir þér ódýrustu flugin hverju sinni út frá dagsetningu myndrænt. Þetta kalla þeir Dohop Go! Þetta er hannað með ferðalanga með ævintýraþörf sem er alveg sama hvar þeir enda.

Dohop appið

Nú hefur Dohop gefið út app sem byggist á sömu hugmynd. Það birtir ódýrustu áfangastaðina í verðröð og flytur þig á dohop.is til að bóka flugið, þar sem snjalltækjavænn vefur tekur vel á móti þér. Einn helsti kostur appsins er að niðurstöður eru forhlaðnar, og eru því niðurstöður og síun á þeim ótrúlega viðbragðsmiklar. Við erum hrifnir af appinu, og dauðlangar til útlanda eftir að hafa prófað það. Það er myndrænt, einfalt og þægilegt.

Appið er komið út fyrir Android síma og er hægt að nálgast það hjá í Google Play Store.

Dohop appið