Google Talk/Hangouts skilaboð rata ekki til réttra viðtakenda

Svo virðist sem Google skilaboð sem fara í gegnum Hangouts og Talk spjallkerfið rati til rangra viðtakenda í dag. Erlendir fréttamiðlar hafa greint frá þessu og margir Twitter notendur eru mjög ósáttir með að skilaboðin þeirra rati til notenda sem áttu alls ekki að fá skilaboðin.

 

 

 

Samkvæmt Google er verið að vinna í lausn á vandanum. Uppfærsla fyrir kom út í dag en óvíst er hvort þetta vandamál tengist uppfærslunni.

Heimildir:
Google Apps
The Next Web
The Verge