iOS 8.1 komið út – Camera Roll snýr aftur
Nýjasta uppfærsla af iOS 8.1 kom út í gær og aðdáendur Camera Roll geta fagnað því þessi vinsæli eiginleiki í Photos appinu er kominn aftur! Meðal annarra nýjunga er Apple Pay stuðningur sem gerir notendum kleyft að kaupa vörur og þjónustu í verslunum í Bandaríkjunum og á netinu með Touch ID fingrafaraskannanum. SMS skilaboð koma núna upp í iMessage á OSX Yosemite og ef þú áttir í vandræðum með að hringja símtöl úr Mac tölvunni þinni þá er líklega búið að laga það.
SwiftKey fagnaði því að villa í iOS 8.0.2 sem olli vandamálum með lyklaborð er nú úr sögunni en við á Íslandi bíðum ennþá eftir að SwiftKey bjóði upp á íslenskt lyklaborð.
Yes! iOS 8.1 fixes the bug that causes 3rd party keyboards to cover the lower part of the screen (like in Messages). Update your device!
— SwiftKey (@SwiftKey) October 20, 2014
Til að uppfæra iOS tæki í 8.1 ferðu í Settings – General – Software update. Við mælum með að þú takir afrit af gögnum en uppfærslunni er halað niður og sett upp.