Nýjungar í Jellybean 4.2

Android-Jelly-Bean-Logo

Undanfarið hefur Google verið að gefa út nýjustu uppfærsluna sína Jellybean 4.2 á hin ýmsu Android tæki og eru nokkrar flottar nýjungar hafa fylgt uppfærslunni. Við hjá Símon ætlum að kynna fyrir ykkur stærstu breytingunum sem hafa orðið á hugbúnaðinum.

Margir notendur á sömu spjaldtölvuna

multi-user

Google hefur nú gert notendakerfi á spjaldtölvu heimilissins betra og gert fólki kleift að búa til sitt eigið pláss innan vélarinnar. Þú getur búið til þitt eigið notendasvæði og gert vélina eins og þú vilt hafa hana án þess að hafa áhrif á útlit sem önnur manneskja er búin að tileinka sér. Mjög þægileg breyting ef það er t.d. aðeins ein fjölskylduspjaldtölva.

 

Horfðu á það sem þú ert að skoða á snjalltæki í sjónvarpinu þínu

tv_connect

Google hefur sett það inn í stýrikerfið að geta sent það sem þú ert að skoða í símanum eða spjaldtölvunni yfir á sjónvarp heimilissins með hjálp lítils tækis sem festist í sjónvarpið. Þannig ef þú ert að skoða kvikmynd á spjaldtölvunni er ekkert mál að flytja yfir á sjónvarpið svo fleiri geti séð.

 

Aukið öryggi stýrikerfisins

android-security-apps

Mikið hefur verið í umræðunni undanfarið að auðvelt sé að hakka og komast inn í símtækin okkar. Það sem Google gerði við þessu var að þeir gerði Android 4.2 mun öruggara en forverar sínir. Þegar kemur að öppum sem eru sett inn á símann utan almennu búðarinnar er síminn mun betur varinn. Auk þess er Google byrjað að fylgjast mun betur með hvað öppin eru að senda notandanum og verja þig í leiðinni fyrir vírusum og þrjótum.

Daydream

daydream

Í nýjustu uppfærslunni er nú hægt að láta spjaldtölvuna frá sér og á meðan sýnir skjárinn fallegar myndir og mikilvæg skilaboð. Þetta kallast Daydream og er bara fyrir spjaldtölvur með Jellybean 4.2.

Fallegri og skýrari áminningar

notificationsÞegar þú dregur niður stikuna í Jellybean 4.2 kemur upp skýrari valmynd og betrumbætt skilaboðaskjóða eins og má kalla hana. Í henni kemur fram hver plönin þín eru á ákveðnum tímum sem og símtöl sem þú hefur misst af og önnur mikilvæg skilaboð sem gera þér kleift að fá það mesta út úr símtækinu þínu. Mikið búið að betrumbæta skjóðuna sem eykur styrk stýrikerfisins. Einnig bættu Google því við að fara beint inn í stillingar símans með því að strjúka tveimur puttum niður tilkynningastikuna sem er mjög fallegur eiginleiki.

Miklu betri læsingarskjár

lockscreen

Læsingarskjárinn á Jellybean 4.2 er orðinn frekar magnaður en nú er hægt að fara beint yfir í skjágræju án þess að aflæsa símanum. Segjum svo að þig langi að taka snögga mynd þá kveikir maður á símanum og strýkur til hliðar til að fara beint í myndavélaskjáinn úr læsingarskjánum. Hægt er að bæta inn hinum ýmsu skjágræjum til að strjúka yfir í að gerir þetta læsingarskjáinn alveg einstaklega þægilegan.

Glænýtt klukku app

clock

Google tóku sig til í 4.2 og útbjuggu nýtt glæsilegt klukkuapp fyrir stýrikerfið. Klukkan hefur alveg nýtt útlit og er hægt að stilla vekjaraklukku, stilla niðurtalningu og nota símann sem skeiðklukku. Klukkan er glæsileg og virkar mjög vel og er mun betur hugsuð en í fyrri útgáfum.

Android Beam

[youtube id=”nCw1ilMzCH4″ width=”600″ height=”350″]

Android Beam er eitthvað sem er alltaf að batna með hverri uppfærslunni en Beam gerir manni kleift að deila myndum og skjölum á skjótum tíma bara með því að láta tvo síma með innbyggt NFC snertast. Þessa nýjung sáum við fyrst í Galaxy Nexus og hefur hún verið að taka stöðugum bætingum.

Skjágræjur eru mun áhrifaríkari 

about-feature-widgets

Skjágræjur “widgets” hafa batnað síðan síðast og vinna nú mikið betur með notandanum. Þær hreyfa sig eftir því sem nýjar græjur koma inn og aðlagast fingurhreyfingunum mjög vel og fallega. Einnig er orðið miklu auðveldara að stækka og minnka hluti sem gerir öllum auðveldara með að gera símann eins persónulegan og manni sýnist.

 

Google Now

googlenow

Google Now er mætt á ný í 4.2 eftir að hafa fengið frumraun í 4.1 og er það mjög hentugt varðandi almennar upplýsingar og ég segi nú ekki þegar maður getur hreinlega tala við tækið á íslensku. Google Now er svar Google við Siri tækinni frá Apple og virkar með svipuðum hætti nema að Google svarar þér með almennri leit í stað þess að kvennmannsrödd svari þér í öllu. Einnig er mjög hentugt og maður getur stillt inn þær upplýsingar sem maður vill að Google Now birtir jafnóðum. Í 4.2 er búið að bæta við fullt af nýjum spjöldum í Now og er það að virka mjög vel.

[youtube id=”pPqliPzHYyc” width=”600″ height=”350″]

Nýr og betrumbættur myndavélahugbúnaður

panorama

Google hefur betrumbætt myndavélina í nýjustu uppfærslunni og það nýjasta er að það eru engir stillingartakkar nema þegar þú heldur puttanum á myndavélaskjánum þá gerast töfrarnir. Allar stillingar birtast sem þarf á að halda hvort sem þú vilt flass eða ekki flass, hvort þú vilt taka myndband, mynd eða nýja panorama fítusinn sem kallast Photo sphere. Phot Sphere leyfir manni í fyrsta skipti að taka myndir í heila kúlu í kringum sig. Einnig eru Google búnir að bæta myndaalbúmið þar sem myndirnar eru geymdar og leyfir almbúmið manni að stilla myndirnar að vild með filterum og effectum líkt og í öppum eins og Instagram.

PANO_20121230_015933

 (Photo Sphere Panorama)

screens

(Dæmi um stillingar í myndaalbúmi)

Nýtt og betrumbætt innbyggt lyklaborð

gesture-typing

Google útbjuggu nýtt lyklaborð með Jellybean og kölluðu það “Gesture Keyboard” eða strjúkandi lyklaborð. Lyklaborðið lærir inná notandan þegar hann er að skrifa og fyrirsér óskrifuð orð. Einnig leyfir lyklaborðið manni líka að strjúka yfir stafina í orðinu til að skrifa sem er nýung í innbyggðum lyklaborðum. Virkilega vel heppnað og falleg tækni hér á ferð.

original