Paper frá Facebook – Virkilega töff app

facebook paper logoFacebook leiðist ekki að gefa út öpp. Sum öppin hafa verið fín, önnur hræðileg og jafnvel tilgangslaus (Poke einhver?). Nýjasta appið þeirra verður seint talið hræðilegt eða tilgangslaust. Í raun er um að ræða virkilega flott app. Eiginlega algjör snilld. (ATH þetta app er einungis í boði í US App Store svo það fari ekki milli mála).

Nýjasta appið úr smiðju Facebook heitir Paper (iOS 7). Þarna er búið að blanda saman Facebook og fréttum (a la Flipboard). Notandinn velur hvaða fréttaflokka hann vill sjá (tækni, vísindi, matreiðsla, fræðsla o.sfrv.) og birtast þeir flokkar með sérvöldum áhugaverðum fréttum frá helstu fréttamiðlum.

Hönnunin á appinu er stórglæsileg og upplifunin er hreint mögnuð. Sem dæmi má nefna að þegar maður skoðar myndir “tilt’ar” maður símann til hliðanna til að sjá þá hluta myndarinnar sem standa utan við skjáinn.

Það er í raun erfitt að lýsa þessu appi í texta. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá ágætis kynningu á appinu og hvernig það virkar. Persónulega komst ég aldrei upp á lagið með að nota Flipboard. Hins vegar nota ég Facebook töluvert mikið. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þetta sé app sem maður mun nota daglega eða oftar.

[youtube id=”IhrbT9O6kW8″ width=”600″ height=”350″]

Appið er einungis fáanlegt í iOS7 (bæði iPhone og iPad) og er enn ekki komið í íslenska App Store. Þeir sem hafa aðgang í US App store geta sótt appið hérna.

Hér má svo sjá kynningu á Paper á Facebook: https://www.facebook.com/paper