Spotify fyrir Windows Phone uppfært
Eins og Simon hefur fjallað um áður þá er hægt að nota Spotify á Íslandi. Ef þú ert ekki að nota það nú þegar þá mælum við heilshugar með því að þú prófir það sem fyrst.
Spotify fyrir Windows Phone var uppfært í morgun og bætir nú við auka virkni sem ekki var í fyrstu útgáfu. Núna er hægt að skrolla fram og aftur í lögum (track scrubbing) ásamt því að appið er ekki lengur merkt “beta”. Það eru engar stór breytingar aðrar sjáanlegar en samkvæmt Spotify er þetta fyrst og fremst smávæginlegar lagfæringar (bug fixes) ásamt því að offline afspilun er stórbætt.
Hér getur þú sótt appið
Windows Phone 8
Windows Phone 7.5
Windows Tölvur