Leggja.is appið uppfært

Leggja appið frá Stokki fékk algjörlega nýtt og endurbætt útlit í iOS með nýrri uppfærslu í gær.

Nýja útlitið er flott og virðist við fyrstu sýn einfaldara í notkun. Núna þarf til að mynda ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem appið er opnað. Auk þess sem umtalsvert meiri upplýsingar er að finna í nýja appinu. Til dæmis sér maður hvert gjaldið er fyrir að leggja á tilteknum stað.

leggja1

Simon.is er aðdáandi Leggja. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að taka upp símann og greiða, í stað þess að leita að klinki fyrir stöðumæli eða fara að næsta kassa til að greiða og fá miða sem þarf að fara með til baka í bílinn. Fyrir utan það að það þarf ekkert að velta því fyrir sér hvað maður ætlar að stoppa lengi því maður borgar bara fyrir þann tíma sem bílnum er lagt. Það kannast allir við það að leggja bílnum í gjaldskyld stæði, greiða fyrir tiltekinn tíma og þurfa síðan að hlaupa út og bæta klinki í stöðumælinn. Þetta er óþarfi ef maður hefur appið.

leggja2

Við mælum því með Leggja appinu fyrir þá sem hafa ekki þegar sótt það. Fyrir hina mælum við með að uppfæra.

Leggja í App Store.