MSN verður hluti af Skype

Eins og margir vita þá hefur Microsoft tilkynnt að Windows Live Messenger þjónusta fyrirtækisins, MSN, verði hluti af Skype sem er ein vinsælasta samskiptaþjónusta heims. Þetta var staðfest í fyrra og á Skype blogginu kom fram að Microsoft hyggðist sameina þessar þjónustur í eina.

Samruninn hófst í oktober 2012 þegar sjötta útgáfa af Skype var gefin út fyrir Windows og Mac OS X en þá var í fyrsta skipti hægt að skrá sig inn á Skype með Microsoft reikning. Windows Live tengiliðir ættu því að birtast í Skype hjá þeim notendum sem eru búnir að uppfæra Skype og skrá sig inn með MSN auðkenni.

Microsoft á Íslandi hefur tekið saman leiðbeiningar hvernig best sé að færa MSN tengiliði yfir á Skype en þetta er mjög einfallt eins og sést hér.

skype_msn

 

Af þessu tilefni spurðum við notendur á Facebook síðu Simon.is hvaða samskiptaþjónustu (instant messaging) þeir notuðu mest og það virðist sem Facebook Messages sé lang vinsælasta þjónustan. Skype og MSN eru í öðru og þriðja sæti og því áhugavert að sjá hvaða áhrif þessi sameining hefur á spjallþjónustur Microsoft.

 

Heimild
Skype

Fyrst birt 7. nóvember 2012 og hér aftur með uppfærslum