Afritun og endurheimt gagna á Windows Phone 8

Afritun og endurheimt gagna eru að verða mikilvægari partur af snjallsímanum, símarnir verða öflugri og geta borið meira af gögnum en þeir gátu hér áður. Þetta gerir þörfina meiri á því að geta tekið afrit af því sem í símanum er meiri og sérstaklega ef eitthvað kemur uppá. Hvort sem verið sé að færa gögn á milli símtækja eða setja upp aftur  t.d. ef tæki tapast.

Simon ákvað að prófa þetta á Nokia Lumia 920 (OS 8.0.9903.10 án Portico uppfærslu).

Afritunarstillingar

Afritunarstillingar

Hvernig er afritað

Í stuttu máli þá afritast gögn notenda sjálfkrafa á SkyDrive en hægt er að skoða strax hvernig afritunarstillingar með því að fara í Settings > Backup.

App list + setting :
Þetta heldur utanum öll forrit sem eru á símanum og allar sér stillingar eins og vekjara, hringtón, útlit og þema

Text Messages:
Hér getur þú valið hvaða skilaboð þú vilt afrita eins og SMS, Facebook Chat o.s.frv.

Photos:
Hér getur þú séð hvort það séu ekki örugglega tekin afrit af ljósmyndum og myndböndum

 

Hvernig er síminn frumstilltur

Þegar við vorum búnir að skoða afritunarstillingar til að tryggja að allt væri afritað, þá var ekkert annað að gera enn að krossa fingur og frumstilla símann. Það er gert með því að fara í Setting > About og smella á reset your phone

Varúð

Varúð þetta eyðir öllum upplýsingum af símanum

 

Endurheimt afrita

Eftir að síminn er frumstilltur endurræsir hann sig en það ferli tók um 3 mín.  Þegar síminn hefur ræst sig upp þarf að velja tungumál og þar næst að skrá notenda inn með Live ID en þetta er gert til að auðkenna notenda við afrit og gögn sem hann á hýst á SkyDrive. Næst býður síminn notenda að endurheimta afrit sem finnst á SkyDrive. Þessi valmöguleiki var valin og þá koma upplýsingar sem leiða notendan með einföldu móti hvernig ferlið fer fram.

Live ID

Live ID

Afrit valið

Afrit valið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá byrjar afritun á frumstillingum (notendareikningum og vistuðum WiFi netum t.d.) og þegar það er búið kemur upp gluggi sem býður notenda að setja inn leyniorð fyrir þær þjónustur sem voru virkar áður (Facebook, Twitter, Nokia o.s.frv.). Þetta er í raun og veru einu stillingar sem notandi þarf að setja inn til að endurheimta símann í það ástand og hann var í áður.

Við mælum sterklega með því að næst sé farið í Settings og WiFi til að niðurhal af SkyDrive fari fram yfir þráðlausanetið. Það tók um 3 mínúndur að sækja afritið niður á símann og eftir það var símtækið endurræst Eftir endurræsingu var tölvupóstur, SMS, tengiliðir, facebook og twitter uppsett úr afriti og flest öll forrit sem voru á símanum.

Endurheimtun stillinga

Endurheimtun stillinga

Leyniorð forrita

Leyniorð forrita

 

 

 

 

 

 

 

Við sáum reyndar furðulega villu þegar síminn var að endurheimta forrit af markaði en niðurhal stoppaði með villu sem ber skemmtilegt heiti eða 8000fff.

8000ffff

8000ffff

Þetta er vegna þess að við fyrstu uppsetningu þá stillist símtækið á Dönsku í reginal settings og markaður getur því ekki hlaðið niður forritum sem eru ekki gerð fyrir þann markað. Þetta er í raun og veru mjög eðlilegt en mætti vera betur útskýrt með skiljanlegri villumeldingu.

Síminn var því stilltur á Ísland með því að fara í Settings > Language+region og þar var Country, Format og Browser tungumál stillt á Icelandic. Eftir endurræsingu þá hlóðust forritin sjálfkrafa inn án vandræða.

Annað

Við nánari skoðun kom í ljós einn stór kostur við afritunarlausnarinnar í ljós. Ef notandi fær sér annan Windows Phone 8 síma þá getur hann keyrt sama afrit inn á þann síma. Afritun eru sem sagt tengd við Live ID notenda og virka á alla Windows Phone 8 síma

Hér er Youtube myndband sem sýnir að hægt er að setja Nokia Lumia 920 afrit upp á HTC 8X
[youtube id=”E2AXdyBcUAw” width=”600″ height=”350″]

 

Niðurstaða

Þó svo að við höfum rekið okkur á smá vandræði varðandi endurheimtu á forritum þá eru þau vandræði nokkuð eðlileg og ekki bundin við stýrikerfið heldur takmarkanir milli markaða.

Að okkar mati þá er Windows Phone 8 afritunarlausnin ein sú besta sem snjallsímanotendum stendur til boða.  Okkur þótti mikilvægt að sjá lausnina endurheimta allar stillingar og uppsetningu símans ásamt því að endurheimta afrit af SMS, MMS og símtalasögu. Lausnin er innbyggð í stýrikerfið, er mjög einföld og vistar/sækir allt í skýið.

Ef eitthvað er hægt að setja útá, þá væri kostur ef hægt væri að taka afrit af stillingum og gögnum annara forrita, þ.e.a.s. forrita sem notandi hefur hlaðið niður af forritamarkaði.