MeeGo fær uppreisn æru

Fyrrum starfsmenn Nokia hafa nú stofnað fyrirtæki og ætla að vinna að því að koma MeeGo snjallsímum á markað. MeeGo er snjallsímastýrikerfi sem Nokia aðstoðaði við að þróa á sínum tíma og gaf út einn síma með því kerfi: Nokia N9. Rétt áður en N9 kom út, gaf Nokia það út að þeir ætluðu að einbeita sér að Windows Phone stýrikerfinu. Sumir segja að það hafi komið í veg fyrir að N9 hafi komist á flug. N9 var valinn mestu vonbrigði ársins 2011 af Simon.is.

Nokia N9

Nýja fyrirtækið er finnskt og heitir Jolla. Þar fer fremstur í flokki Marc Dillon, fyrrum framkvæmdarstjóri reksturs hjá Nokia. Hann var hjá Nokia í 11 ár og frá janúar 2006 vann hann að þróun MeeGo fyrir Nokia síma. Ásamt honum koma að þessu fyrirtæki yfirmenn og sérfræðingar sem unnu við Nokia N9 á sínum tíma, ásamt fleiri aðilum sem þekkja MeeGo vel. Að mati Jolla var Nokia N9 einn besti snjallsími sem hefur komið út og ætlar Jolla reyna koma fleiri MeeGo símum á markað. Það verður áhugavert að sjá hvað verður með MeeGo stýrikerfið. Það er ekki verra að hafa tvo aðila að keppast um þriðja sætið.

Heimild

http://www.linkedin.com/company/2649185

Simon.is á fleiri miðlum