Skjáskot: Ólafur Þór

Ólafur Þór eða Óli er gífurlega myndarlegur maður sem flestir ættu að kannast við. Hann er annar maðurinn bakvið snilldar þáttinn Gametíví á SkjáEinum.
Gametíví fræðir fólk um tölvuleiki og heiminn í kringum þá og situr þjóðin föst við viðtækin þegar þátturinn er sýndur (allavega við leikjanördar). Auk þess að fræða almenning um tölvuleiki starfar Óli hjá Senu og sér um að útvega þessa tölvuleiki. Í dag fáum við að sjá hvað hann hefur að segja um snjallsímann sinn.

 

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Ég er grjóthart tölvunörd sem meðal annars stýri Gametíví og spila tölvuleiki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig síma ertu með?
Ég er með LG Optimus 3D

Hvað elskar þú við símann þinn?
Tekur þrívíddarmyndir og myndskeið, er hraður og áreiðanlegur.

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Hann er í stærra lagi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
mScorecard, en þetta golf-app er besti vinur manns útá velli. Inniheldur alla íslensku vellina, er með GPS lengdarmælingar og heldur utan um skorið.
Facebook appið, mjög fljótleg og hröð leið til að fá brot af því besta sem er að gerast hjá vinum og vandamönnum.
FotMob, en þar getur maður fylgst með úrslitum allra fótboltaleikja um allan heim. Það er ekki sparkað bolta í þessri veröld án þess að FotMob láti mann vita.

Þrír uppáhalds leikir og af hverju?
Football Manager leikurinn, enda einn besti leikur sem gerður hefur verið. Er einmitt að vinna í því að Tottenham endurheimti Meistaradeildarsætið.
Ports of Call leikurinn. Þessi leikur er auðvitað tímalaus klassík, en hann gengur útá að reka skipafyrirtæki og henda vörum um allan heim.
Super Stickman Golf. Þessi bastarður hefur nagað fleiri mínútur af mínu lífi en flest annað. Einfaldur og ávanabindandi.

Hver er draumasíminn þinn?
Það er næsta dýr í LG fjölskyldunni eða LG Optimus 4X HD, það er dýr sem maður myndi ekki vilja mæta í dimmu húsasundi, þvílíkt er aflið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Það er eflaust hellingur, en í dag til dæmis myndi ég vilja óska þess að ég hefði rakvél í símanum. Gæti rennt honum ofurlétt yfir andlitið og mætt ferskur á næsta fund.

 

Simon.is á fleiri miðlum