Xbox Smartglass – Tablet í tölvuleikjunum
Microsoft hélt í gær sína árlegu kynningu frá tölvuleikjahlið fyrirtækisins á E3 hátíðinni í Los Angeles.
Farið var yfir hin ýmsu mál varðandi Xbox vélina, leikjaspilun og stefnu fyrirtækisins í þessum bransa.
Ég tók mig til og horfði á sýninguna í heild sinni og sýndi Microsoft mjög skemmtilega stefnu í að sameina Xbox vélina, Windows tablet og Windows phone sem og Windows 8.
Þessi nýji fítus kallast Xbox Smartglass og gefur Xbox eigendum þann möguleika að stjórna vélinni sinni með spjaldtölvunni eða símanum. Sýnt var sýnishorn úr kvikmynd og var hægt að færa spilun myndarinnar yfir á milli tækja í rauntíma. Þetta gerir hlutina alveg svakalega einfalda og er þetta mjög flott lausn ef hún virkar sem skyldi.
Einnig var sýnt stutt brot úr því hvernig var hægt að nota spjaldtölvuna í tölvuleikjum á borð við Madden 13 og Halo 4, þá er hægt að stjórna leikjum með bæði Xbox vélinni og spjaldtölvunni sem og símanum. Má sjá það hér fyrir neðan í þessu myndbroti.
Ég persónulega nota iPadinn minn til að fletta upp upplýsingum í sambandi við leikjaspilun og er flott að sé verið að sameina þetta allt undir einu þaki.
Hægt er að sjá Microsoft kynninguna í heild sinni hér:
Simon.is á fleiri miðlum