Siri hvað? Nú skilur Android íslensku!

Google tilkynnti í morgun 13 ný tungumál sem þeir bættu inn í Android Voice Search. Meðal þessara 13 tungumála má nú finna íslensku! Fjöldi tungumála sem raddleit Google styður núna er því kominn upp í 42. Þau tungumál sem bættust við í morgun eru baskneska, búlgarska, katalónska, evrópsk portúgalska, finnska, gallíska, ungverska, íslenska(!), norska, rúmenska, serbnenska, slóvenska og sænska.

Öll Android tæki sem eru með uppfærslu 2.2 eða nýrri fá nýju tungumálin sjálfkrafa inn. Það eina sem þarf að gera Ces informations vont explorer le royaume obscur des conseils et des methodes de roulette sales. er að smella á hljóðnemann í Google leitinni og fara þar inn í stillingar og velja íslensku. Við prófuðum nokkrar setningar og leitin virkar lygilega vel. M.a. náði það án nokkura vandræða þessum setningum: „Gönguleiðir á Fimmvörðuhálsi“ – „Shalimar veitingastaður í Reykjavík“ – „Kenningar í nútíma bókmenntafræði“ og jafnvel „Þöngulhausar í íslenskri kvikmyndasögu“ !

Leitin styður þó aðeins eitt tungumál í einu og virkar því illa að skjóta inn enskum orðum.

Það verður mjög áhugavert að fylgjast með þessari þróun hjá Google og fá þeir stórt prik í kladdann hjá Íslendingum fyrir þetta!

Þeir sem eru ekki með uppfærslu 2.2 eða meira geta náð í .

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] þess að skrifa á miðann fyrir sig. Eins og stendur virkar bara bandarísk enska, en þar sem íslenska er studd af Google raddlyklaborðinu mun stuðningur fyrir hana eflaust bætast við fljótlega. Það er hægt að velja milli 8 lita […]

Comments are closed.