Apple kynnir iPad mini kl. 17:00 í dag

Í dag mun Tim Cook stíga á svið og, að öllum líkindum, kynna nýja og minni útgáfu af iPad. Einnig gengur sá orðrómur að Apple muni einnig kynna 13″ útgáfu af Retina útgáfu Macbook Pro. Kynningin hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og þeir sem eru með Apple TV (2. og 3. útgáfu) geta horft á kynninguna í beinni útsendingu. Við hjá Símon.is munum að sjálfsögðu fylgjast vel með og færa ykkur fréttir um leið og þær berast.

Uppfært kl. 15:37: hægt verður horfa á kynninguna í öllum iOS tækjum og Mac. Hægt er að nálgast strauminn hér.