Ný Mac Pro kynnt

WWDC ráðstefnan var í fullu fjöri og þar voru kynntar nýjar útgáfu af Mac Pro tölvunum frá Apple.

macpro

Mac Pro

Macbook pro hefur ekki fengið uppfærslu í útliti eða grunn uppsetningu síðan að Power Mac G5 var kynnt árið 2003. Nýja tölvan mun vera einn áttundi af stærð gamla turnsins og hefur nú útlit sívalnings í stað turns.

Nýju tölvurnar í Mac Pro línunni munu koma með Intel Xeon örgjörva sem mun skila töluvert betri afköstum miðað við fyrri kynslóð og mun koma með 12 kjarna útgáfu.

DDR3 ECC vinnsluminni sem mun keyra á 1.866 MHz. Bandvídd upp á 60GBps.

Tvö skjákort af gerðinni FirePro frá AMD munu keyra grafíkina.

 firepro_amd

Harðir diskar verða SSD diskar sem munu hafa 1.25GBps leshraða, sem er um það bil tífaldur leshraði núverandi diska í Mac Pro.

Sex Thunderbolt 2 tengi munu koma á nýju tölvunni sem styðja allt að 20 GBps hraða og 4x USB 3 tengi.

Tölvan mun styðja allt að 4K upplausn á skjá – fjórum sinnum hærri upplausn miðað við núverandi Full HD skjái og sjónvörp á markaðnum í dag. Lítið framboð er af þeim skjám sem stendur þó svo að flestir framleiðendur sjónvarpa keppast um að koma slíkum græjum á markað sem arftaki Full HD sjónvarpa sem dæmi.

Tölvan mun einnig vera samansett í Bandaríkjunum, það eru fréttir útaf fyrir sig þar sem mest hefur samsetning á slíkum tölvum verið unnin í Asíu fram til þessa.

Enginn tímasetning var gefinn upp hvenær nýja Mac Pro kemur í sölu en nefnt var að líkast til myndi tölvan vera í boði seint á þessu ári. Verður áhugavert að fylgjast með viðtökum við þessum mögnuðu vélum ásamt því að okkur langar að vita hvað herlegheitin koma til með að kosta.

macpro2

Lesa nánar um Mac Pro.